is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46363

Titill: 
  • Í orðsins fyllstu merkingu : umfjöllun um orðaforða og kennsluaðferðir
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsóknir hafa sýnt að málþroski og námsgengi haldast í hendur alla grunnskólagönguna og er góður orðaforði mikilvæg forsenda lesskilnings. Í byrjun er það umhverfið sem hefur mest áhrif á orðaforða barna og ef orðaforðinn eykst á eðlilegan hátt bætast fleiri orð auðveldlega í safnið. Nemendur með minni orðaforða lesa oftast minna sem leiðir til þess að bilið milli þeirra sem hafa góðan orðaforða og þeirra slakari vex ört milli ára. Með aldrinum þurfa nemendur að afla sér þekkingar með lestri og orðaforðinn sem verður á vegi þeirra verður flóknari. Til að útskýra tíðni og þyngdarstig orða í tali og texta hefur orðaforða verið skipt í þrjú lög. Fyrsta þrepið, grunnorðaforði, lærist yfirleitt óbeint af umhverfinu og þarf því ekki að kenna. Orð í lagi tvö og þrjú eru almennur námsorðaforði og sértækur námsorðaforði og eru það orð sem nemendur nota ekki í daglegu tali en eru mikilvæg fyrir skilning námsefnis. Það eru þessi orð sem leggja ætti áherslu á í beinni orðaforðakennslu. Rannsóknir hafa sýnt að lesskilningi íslenskra unglinga hefur hrakað jafnt og þétt og talið er að orðaforði spili þar stórt hlutverk. Það er því óumdeilt að þörf er á að efla orðaforða íslenskra nemenda. Bein orðaforðakennsla þar sem orð eru vandlega valin og kennd markvisst styrkir orðaforða nemenda sem er það sem við teljum þarft til þess að snúa við neikvæðri þróun síðustu ára. Auk orðaforðakennslu hefur auðugt málumhverfi og lestraráhugi einnig mikið að segja og því ætti skólastarf að leggja sérstaka áherslu á þá þætti samhliða orðaforðakennslu í öllum greinum. Í þessari ritgerð fjöllum við um orðaforða og kennsluaðferðir, ásamt því sem við framkvæmum tilraunir við að beita þeim aðferðum í kennslu.

  • Útdráttur er á ensku

    Research has shown that speech development and academic performance go hand in hand throughout a child’s education and a good vocabulary is an important prerequisite for reading comprehension. In the beginning, it is the environment that has the most influence on a child’s vocabulary, and if the vocabulary increases as it should, more words are easily added to it. Students with less vocabulary tend to read less, which means that the gap between those with a good vocabulary and those with less vocabulary grows steadily over time. As they get older, students need to acquire knowledge through reading, and the vocabulary that they encounter becomes more complex. To describe the frequency and importance of words in speech and text, vocabulary has been divided into three tiers. The first tier, basic vocabulary, is usually learned indirectly from the environment and therefore does not need to be taught. Words in tiers two and three are general learning vocabulary and specific learning vocabulary, words that students do not use in everyday speech but are important for understanding the learning material. These words are the ones that should be emphasized in direct vocabulary instruction. Research has shown that the reading comprehension of Icelandic teenagers has steadily declined, and it is believed that vocabulary plays a major role in this decline. It is therefore indisputable that there is a need to increase the vocabulary of Icelandic students. Direct vocabulary instruction, where words are carefully chosen and taught purposefully, strengthens students’ vocabulary, which is what we believe is needed to reverse the negative development of recent years. In addition to teaching vocabulary, a rich language environment and an interest in reading also have a lot to say, and schools should therefore place special emphasis on those aspects alongside vocabulary teaching in all subjects. In this essay, we discuss vocabulary and teaching methods, and also conduct experiments by applying them in a classroom environment.

Samþykkt: 
  • 22.2.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/46363


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Í orðsins fyllstu merkingu - Umfjöllun um orðaforða og kennsluaðferðir.pdf4,31 MBOpinnPDFSkoða/Opna