is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46365

Titill: 
  • Hvenær er refsiverð háttsemi refsilaus? : umfjöllun um skilyrði neyðarvarnar skv. 12. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í ritgerð þessari verður fjallað um inntak 12. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og sjónum beint að þeim skilyrðum sem þarf að uppfylla til þess að annars refsiverð háttsemi geti verið heimfærð undir ákvæðið og komið til refsileysis. Þá verður einnig farið yfir helstu einkenni neyðarvarnar, svo sem skilgreiningu ólögmætrar árásar, andlag árásar og tímamark en einnig verður litið til hugtakanna flótti, hótun og ærumeiðing í samhengi við neyðarvarnarákvæðið. Þá er jafnframt farið yfir helstu refsilækkunar- og refsibrottfallsheimildir sem geta komið til álita þegar farið er út fyrir takmörk leyfilegrar neyðarvarnar. Meginviðfangsefni ritgerðarinnar er að skoða hvernig dómstólar beita sér í þessum málum og skoða þau sjónarmið sem koma til álita hverju sinni. Ljóst er að engir tveir dómar eru eins enda þarf að vega og meta hvert mál fyrir sig en vissulega beita réttlátri málsmeðferð við úrlausnina. Út frá þeim dómafordæmum sem skoðuð hafa verið er ljóst að dómstólar eru ekki alltaf samstíga í niðurstöðum sínum þegar kemur að ákvæðinu og því er uppi álitamál hvort skýra þurfi ákvæðið betur. Meginviðfangsefni ritgerðarinnar er að kanna mismunandi sjónarhorn við beitingu ákvæðisins og hvernig dómstólar taka á þeim. Þá er helst verið að skoða málefni er varða alvarlegar líkamsmeiðingar, heimilisofbeldismál og mál sem gerast innan veggja heimilisins þegar um innbrot er að ræða. Reynt verður að gera skil á því hvort að dómstólar séu strangir á að öllum skilyrðum sé uppfyllt eða hvort undantekningaratvik geti komið til greina og þá undir hvaða kringumstæðum svo sé. Þá var einnig reynt eftir fremsta megni að svara þeirri heimspekilegu spurningu hvenær alvarleg refsiverð háttsemi sé refsilaus í lagalegum skilningi.

  • Útdráttur er á ensku

    In this thesis the content of Article 12 of the General Penal Code no. 19/1940 will be discussed with a focus on the conditions that must be met for a criminal behaviour to be impunity. The main characteristics of self-defence will also be reviewed, such as the definition of an unlawful attack, the nature of the attack and the time limit, but the concepts of escape, threat and defamation will also be considered in the context of the self-defence provision. It also reviews the main sources of penalty reductions and penalty waivers that may come into account when going beyond the limits of permitted self-defence protection. The main subject of the essay is to look at how the courts act in these cases and to look at the points of view that come up each time. No two cases are the same, as each case must be evaluated individually, and a fair procedure must certainly be used in the resolution. Based on the judicial precedents that have been examined, the courts are not always unanimous in their conclusions when it comes to the provision, and therefore there is an issue as to whether the provision needs to be clarified better. The main subject of the essay is to explore different perspectives on the application of the provision and how the courts deal with them. Matters related to serious bodily harm, domestic violence and matters that happen within the walls of the home in the case of a burglary are also being examined. An attempt will be made to determine whether the courts are strict that all conditions are met or whether exceptional circumstances can be considered and if so, under what circumstances. In the thesis, it was also tried as best to answer the philosophical question of when a serious criminal behaviour can be justified, i.e., impunity in the legal sense.

Samþykkt: 
  • 22.2.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/46365


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Neyðarvörn - lokaskjal janúar.pdf524,27 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna