Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/46369
Eftirfarandi verkefni inniheldur greinagerð og verkefnahefti. Verkefnið er lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennslu með áherslu á list- og verkgreinar við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Tilgangur verkefnisins er að veita lausnir á tveim helstu vandamálum sem höfundur hefur tekið eftir að kennarar í hönnun og smíði kljást við. Annars vegar er það bekkjarstjórnun í smíðastofunni og hins vegar verkefni sem nýta orkugjafa og eru með virkniþætti.
Í greinagerðinni er fjallað um frumkvöðla uppeldismiðaðs handverks og hvernig námsgreinin hönnun og smíði hefur mótast af þeim. Farið er yfir hluta af þeim hæfniviðmiðum sem fylgja námsgreininni og hvernig sé hægt að samþætta hana við eðlisvísinda hluta náttúrufræðinnar. Því næst er athugað hvaða áhrif kennari getur haft á nemendur, tengslamyndun og hvernig hægt sé að ná góðri bekkjarstjórnun með jákvæðu andrúmslofti. Í lokin eru nokkur orð um verkefnin sem fylgja þessari greinagerð.
Von höfundar er að þeir sem kenna hönnun og smíði geti nýtt sér efni greinagerðarinnar til að auðga og þróa sína kennslu og nýtt skemmtilegu verkefnin sem henni fylgja.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Krossviður og bönd - Greinagerð.pdf | 459.97 kB | Locked Until...2025/02/19 | Report | ||
Krossviður og bönd - Verkefnahefti.pdf | 5.76 MB | Locked Until...2025/02/19 | Appendix | ||
Krossviður og bönd - Yfirlýsing.pdf | 228.92 kB | Locked | Declaration of Access |