Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46375
Í áhugadrifinu námi eru nemendur í forgrunni, tengt er við áhugasvið þeirra og styrkleikar þeirra nýttir. Rannsóknir hafa leitt í ljós ýmsar hindranir þegar kemur að því að styðja við áhugadrifið nám nemenda. Veturinn 2022-2023 vann ég rannsókn þar sem ég þróaði áfram nálgun í kennslu sem hefur reynst mér vel. Nálgunin er kölluð Genius hour og ég kýs að kalla Snillistund á íslensku. Þróunin fólst í því að nemendur ynnu áhugasviðsverkefni innan náttúrugreina þar sem þeir velja og byggja á hæfniviðmiðum aðalnámskrár grunnskóla. Tilgangur rannsóknarinnar var að efla sjálfræði og áhuga nemenda í náttúrugreinanámi. Markmiðið með rannsókninni var að skoða hvernig mér gekk sem fagmanneskju að stýra áhugadrifinni kennslu í náttúrugreinum og styðja við sjálfræði fjölbreytts nemendahóps í námi. Rannsóknin var starfendarannsókn með blönduðum aðferðum þar sem gagna var aflað með ýmsum hætti. Þátttakendur voru ég sjálf og 15 barna nemendahópur sem ég kenndi á unglingastigi grunnskóla. Áður voru tekin einstaklingsviðtöl við þrjá reynda náttúrugreinakennara sem kennt hafa í anda áhugadrifins og nemendamiðaðs náms. Ég skrifaði rannsóknardagbók, gerði vettvangsathuganir í kennslustundum og skráði athugasemdir úr samtölum mínum við nemendur. Nemendur tóku viðhorfskönnun tengda náttúrugreinum fyrir og eftir Snillistund. Ég safnaði einnig myndum af verkefnum nemenda og vitnaði í vinnudagbók þeirra eftir atvikum. Niðurstöðurnar sýna að með áhugadrifnum og nemendamiðuðum kennsluháttum í náttúrugreinum tengdist ég nemendum mínum með auknum hætti og átti auðveldara með að auka áhuga þeirra á náttúrufræðilegum viðfangsefnum. Jafnframt var ávinningurinn af kennsluháttunum aukin virkni og sjálfstæði nemenda. Hæfniviðmið aðalnámskrár leggja áherslu á þekkingarsköpun en reyndust áskorun þegar kom að áhugadrifnu námi. Það er mín upplifun að kennsluaðferðir nemendamiðaðs og áhugadrifins náms geti aukið áhuga nemenda á námi almennt en þörf er á viðhorfsbreytingum um nám og tilgang þess.
In student centered learning students´ interests are the driving force and their strengths are actively enhanced. Research has shown that there are certain obstacles when it comes to supporting interest-based teaching in education. I developed further the teaching approach called Genius hour, that has proven effective to me. The development included students doing an interest-based project in science and focusing on a competence statement from the Icelandic National Curriculum. The aim of the study was to explore how I as a professional managed to implement interest-based teaching in science and supporting students‘ autonomy in learning in a diverse classroom. Through the process I analyzed potential challenges in such teaching methods and the advantages. The study was a mixed methods action research with data that was collected in various ways. The participants were myself and a group of 15 students at upper levels of primary school in my science classroom. Before starting my action research project I interviewed three experienced science teachers that all have practiced student-centered and interest-based learning methods in their science classroom. I wrote a research journal and observed my students in the classroom and made notes from conversations with students regarding their studies. The students answered a survey regarding their attitudes towards science education before and after teaching in Genius hour. I collected photographs of students’ assignments and quoted their work diaries when needed. My findings indicate that interest-based and student-centered teaching in science enables the teacher to strengthen her relationships to his students and has a potential to increase their interests towards scientific subjects. Furthermore, the advantages of such teaching methods are more engaged students that show independence in learning because the methods support autonomy and increase students’ abilities to take responsibility of their own education. The competence criteria of the Icelandic curriculum for science emphasize knowledge creation but proved to be a challenge in supporting interestbased learning. My findings indicate that the teaching methods can increase students‘ interests towards learning in general but changes on the views on education and its purpose is needed.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Snillistund. Rebekka Lind Guðmundsdóttir.pdf | 1.59 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing RebekkaLind.pdf | 80.45 kB | Lokaður | Yfirlýsing |