Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46377
Með vaxandi gengi íslensku knattspyrnulandsliðanna á alþjóðavettvangi má mögulega gera ráð fyrir því að afreksstarf hafi aukist frekar en að dregið hafi úr því og má þar af leiðandi velta fyrir sér hvort að knattspyrnuhreyfingin sé farin að aðhyllast afreksstefnu frekar en áherslu á almenna íþróttaiðkun allra barna. Sé það raunin er vert að velta fyrir sér hvaða afleiðingar það myndi hafa fyrir börn sem mögulega fá minni tækifæri vegna fæðingardagsáhrifa, börn sem taka þroska sinn út seinna en önnur börn eða foreldra sem hafa ekki efni á því að yngri flokkastarf breytist í afreksstarf með tilheyrandi kostnaði.
Hvatinn að þessu lokaverkefni er sá ágreiningur sem vart hefur orðið við hjá iðkendum, foreldrum og þjálfurum um hvort getuskipta eigi börnum í íþróttum. Svo virðist sem íþróttir sem barnastarf séu farnar að færa sig úr því að vera uppeldisaðferð í það að skapa afreksfólk svo hægt sé að ná góðum árangri eða jafnvel til að skapa pening. Hér verður því reynt að skoða stöðuna á Íslandi og leitast við að finna út hvaða áhrif það getur haft á börn að etja leikmönnum gegn hvorum öðrum í stað þess að hvetja til hópeflis.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaverkefni_HjörturÞórMagnússon.pdf | 433,19 kB | Lokaður til...08.01.2034 | Heildartexti | ||
Skemman_yfirlysing_HÞM.pdf | 137,06 kB | Lokaður | Yfirlýsing |