en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/4637

Title: 
 • Title is in Icelandic Inntak ógildingarákvæðis 2. mgr. 95. gr. hjúskaparlaga nr. 31/1993
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Þegar stofnað er til hjónabands er mikils um vert að hafa í huga heilræðið „í upphafi skyldi endinn skoða“. Tíðum ná framtíðaráform hjóna ekki fram að ganga og leiðir skilja. Þá tekur oft við fyrirhafnarmikið ferli, meðal annars við skiptingu eigna. Að íslenskum rétti hefur lengstum tíðkast að hjón geri með sér ýmsa gagnkvæma samninga og á slík samningsgerð sér ekki hvað síst stað í tengslum við skilnað. Löggjafinn hefur jafnframt talið giftusamlegast að hjón ráðstafi málefnum sínum með samningum. Því kemur fram í 1. mgr. 6. gr. hjúskaparlaga nr. 31/1993 (hér eftir skammstöfuð hjskl.) að hjón geti annaðhvort samið um fjárskipti sín vegna skilnaðar eða krafist opinberra skipta.
  Fjárskiptasamningur er skilgreindur sem „samningur milli hjóna eða fólks í sambúð eða staðfestri samvist um skiptingu eigna og skulda þeirra.“ Sé slíkur samningur gerður kann að halla óeðlilega á annan samningsaðilann. Í slíkum tilvikum hafa dómstólar heimild til þess að ógilda viðkomandi samning á grundvelli 2. mgr. 95. gr. hjskl. Nefnt lagaákvæði kann við fyrstu sýn að virðast auðskilið, en þegar betur er að gáð kemur í ljós að í því felast ýmis álitaefni. Viðfangsefni þessarar ritgerðar er að taka umrædd álitaefni til skoðunar með hliðsjón af fræðikenningum og dómaframkvæmd. Ekki er vanþörf á, þar sem fullyrða má að hjúskaparlöggjöfin varði miklu fyrir almenning. Löggjöfin snertir flestalla á einn eða annan hátt og ákjósanlegt er að réttaráhrif hennar séu fyrirsjáanleg.
  Í upphafi ritgerðarinnar er forsaga 2. mgr. 95. gr. hjskl. stuttlega rakin, frá og með lögum nr. 39/1921 um stofnun og slit hjúskapar. Þar að auki er vikið að helstu lagaviðhorfum sem höfð eru til hliðsjónar við umfjöllun um ógildingarregluna og þegar henni er beitt í framkvæmd. Því næst er 2. mgr. 95. gr. hjskl. sundurliðuð og hvert og eitt skilyrði, sem í ákvæðinu felst, tekið til ýtarlegrar skoðunar. Yfirgripsmesti þátturinn í þeirri umfjöllun er athugun á þeim þáttum sem til álita koma þegar metið er hvort samningur teljist „bersýnilega ósanngjarn“ í skilningi ákvæðisins. Þar á eftir eru tengsl 2. mgr. 95. gr. hjskl. við lög nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga (hér eftir skammstöfuð sml.) könnuð. Einkum eru tengslin við hina víðtæku ógildingar- og hliðrunarreglu í 36. gr. laganna tekin til skoðunar. Auk þess er tillögum að hugsanlegum úrbótum á ákvæðinu varpað fram. Í lokaorðum eru niðurstöður og ályktanir dregnar saman.

Description: 
 • Description is in Icelandic Ritgerðin er lokuð til janúar 2011
Accepted: 
 • Apr 14, 2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/4637


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BA-ritgerd.pdf340.56 kBOpenHeildartextiPDFView/Open