Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46381
Þessi ritgerð er lokaverkefni mitt til B.Ed. prófs í leikskólakennarafræði við
Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Verkefnið fjallar um þáttaskil barna á milli leik- og
grunnskóla og þau lykilhugtök sem fylgja þeirri umfjöllum. Tímamótin sem um ræðir geta
haft langvarandi áhrif á þroska og framvindu barnsins í námi og lífinu almennt. Farið verður
yfir námskrár, kenningar og íslenskar og erlendar rannsóknir sem gerðar hafa verið í
tengslum við þáttaskil leik- í grunnskóla. Í því samhengi verður sérstaklega fjallað um John
Dewey og Uri Bronfenbrenner. Þáttaskilin eru skoðuð frá þremur mismunandi
sjónarhornum: barna, foreldra og kennara. Einnig verður farið yfir mismunandi sýn
leikskólakennara og grunnskólakennara á þáttaskilin. Mikilvægt er að barn sé ekki eitt að
ganga í gegnum tímamótin að fara úr leikskóla í grunnskóla. Nauðsynlegt er að kennarar og
foreldrar séu virkir þátttakendur í þáttaskilunum og styðji við barnið.
| Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
|---|---|---|---|---|---|
| IngaThora ritg.TILBUIN PDF.pdf | 486,07 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
| Skemman_yfirlysing Inga.pdf | 90,22 kB | Lokaður | Yfirlýsing |