Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46383
Einelti er þekktasta birtingarmynd ofbeldis sem börn í samfélaginu þekkja til og á sér stað á öllum skólastigum. Einelti er oft á tíðum dulið innan skóla, síðustu ár hefur verið mikil vitundarvaking um alla þætti eineltis og birtingarmyndir þess (Gaffney o.fl., 2019). Börn læra hvað mest af þeim sem eru í nærumhverfi sínu, hvort sem um er að ræða almenna hegðun eða samskiptafærni og því mikilvægt fyrir foreldra og nánustu aðstandendur barna að vera góðar fyrirmyndir í þeim málum til að sporna gegn einelti.
Aukin umræða og vitundarvakning um málefnið hefur verið til góðs, þar sem það eykur möguleika á að eineltismál komi upp á yfirborðið og hægt sé að finna úrræði og lausn á þeim. Samvinna verður að vera á milli skólans og aðstandenda til að takast á við það einelti sem á sér stað innan veggja skóla, bæði vegna þeirra sem eru þolendur og gerendur ofbeldisins. Grunn- og framhaldsskólum er skylt samkvæmt lögum að vera með eineltisáætlanir með virkri aðgerðaáætlun gegn einelti og birta þær á heimasíðu sinni. Ef upp kemur einelti innan skólans, þá eiga skólarnir að fylgja þeim áætlunum (Reglugerð um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum nr. 1040/2011). Forvarnir gegn einelti og úrræði stjórnvalda hafa þróast til hins betra með meiri vitundarvakningu, en þar ber að nefna til dæmis Olweusaráætlunina, SAFT og gegneinelti.is sem er upplýsingasíða á vegum fagráðs eineltismála í grunn- og framhaldsskólum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Einelti - lokaritgerð.pdf | 454,77 kB | Lokaður til...10.05.2030 | Heildartexti | ||
Yfirlýsing.pdf | 92,4 kB | Lokaður |