is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46384

Titill: 
  • Vináttufærni námskeið : aukin tengsl og viðhald á vináttu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Lokaverkefnið mitt er tvíþætt verkefni sem skiptist í greinargerð og námskeið í vináttuþjálfun fyrir börn á yngsta stigi grunnskóla. Lokaverkefnið er 10 eininga B.A gráðu lokaverkefni. Markmiðið með verkefninu er að ná fram betri skilning á félagslega einangruðum börnum með þann tilgang að aðstoða þau börn í að öðlast aukna getu og skilning í félagslegum aðstæðum. Námskeiðið einblínir á einn dreng sem er týndur félagslega, rannsakandi hefur það markmið að aðstoða hann við ýmsa þætti félagslega og aðstoða hann við að mynda varanleg tengsl.
    Námskeiðið þarf að vera vel skipulagt. Það er fjögur skipti í heildina, einu sinni í viku í 50-60 mínútur hvert skipti. Fjöldi þátttakanda á námskeiðinu eru 8 og eru þeir valdir út frá vináttufærni flokkun. Tímarnir eru fjölbreyttir og einblína á mismunandi færni sem börn geta nýtt í félagslegum aðstæðum. Unnið verður með jákvæð og uppbyggileg samskipti, hvað er að vera góður vinur, tengslamyndun og hvernig best sé að bregðast við stríðni á námskeiðinu. Þátttakendur námskeiðsins fá að æfa hegðun og færni á öruggum stað með leiðbeinanda og jafnöldrum.
    Eins fram hefur komið verður sérstaklega unnið með dreng sem er týndur félagslega. Það bendir allt til þess að drengurinn eigi enginn varanleg tengsl og flakki á milli hópa án þess að viðhalda tengslum. Jafnaldrar hafna honum ekki, heldur er hann meira ósýnilegur öðrum og þar af leiðandi endar hann týndur félagslega. Umræddur drengur á ekki erfitt með að koma sér í leik en hann sýnir hvatvísa og óæskilega hegðun inn á milli. Önnur börn eiga það til að forðast hann í þeim aðstæðum og virðist drengurinn ekki átta sig á því að hegðun hans sé að valda því að aðrir dagi sig í hlé. Námskeiðið getur aðstoðað hann við skilning á félagsfærni og aukið getu hans í samskiptum við aðra.
    Greinargerðin einblínir á fræðilega hlutan sem kemur að námskeiðinu. Í greinargerðinni verður farið yfir hugtök eins og félagsfærni, vinátta, mikilvægi vináttu, viðhald á vináttu og félagslega einangrun. Auk þess fer greinargerðin yfir einelti og birtingarmyndir eineltis.

Samþykkt: 
  • 27.2.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/46384


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Vináttufærni námskeið - Arnar Logi.pdf488,56 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Afurð - Arnar Logi - 12.pdf760,32 kBOpinnViðaukiPDFSkoða/Opna
Arnar Logi - yfirlýsing.pdf132,44 kBLokaðurYfirlýsingPDF