Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/46385
Bakgrunnur: Hjartabilun hefur áhrif á um 63 milljónir manna um allan heim og algengi fer vaxandi. Hjartabilun er lýðheilsuvandamál sem veldur verulegu álagi á heilbrigðiskerfið vegna hárrar tíðni sjúkrahúsinnlagna og endurinnlagna. Léleg meðferðarheldni á sér stað hjá yfir 60% sjúklinga með hjarta- og æðasjúkdóma og er það lykilhindrun í því að bæta klínískar niðurstöður sem hafa veruleg áhrif á dánartíðni og sjúkdóma. Árangursrík meðferð á hjartabilun felur í sér bæði lyfjameðferð sem byggir á klínískum leiðbeiningum sem og sjálfstjórnarhegðun. Stafrænar lausnir í formi smáforrita (app) geta hjálpað sjúklingum við sjúkdómsstjórnun og sjálfsumönnun þar með talið lyfjameðferðarheldni. Tilgangur: Tilgangur þessarar rannsóknar var að meta hvort og að hve miklu leyti, stafræn heilbrigðisþjónusta frá Sidekick Health í formi smáforrits (app) í snjallsíma, sem viðbótarmeðferð við hefðbundna læknisþjónustu, hefur á lyfjameðferðarheldni hjá sjúklingum með hjartabilun. Ennfremur að kanna hvort andleg líðan sjúklinga breytir áhrifum smáforritsins á lyfjameðferðarheldni.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
10 DEC 2023 MPH Meistaraverkefni Sonja Steinsson Þórsdóttir.pdf | 1,54 MB | Open | Complete Text | View/Open | |
Lokaverkefni Yfirlýsing 2024.pdf | 79,55 kB | Locked | Declaration of Access |