is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46386

Titill: 
  • Tíminn eftir vinnu: lærðu að nýta tímann til fulls : tómstundamenntunarnámskeið fyrir fólk sem er að hætta á vinnumarkaði, 65 ára og eldri
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Flest eigum við áhugamál, eitthvað sem eykur ánægju og vellíðan og við sækjumst eftir því að sinna í frítíma okkar. Frítími okkar er mismikill og tekur breytingum eftir því sem við eldumst en frítími er eitthvað sem allir hafa og hann er dýrmætur, sama hvort þú sért 7 ára eða 67 ára. Í frítíma upplifir einstaklingur ákveðið frjálsræði og í flestum tilfellum fær að gera það sem hann vill. Hins vegar eigum við misauðvelt með að skipuleggja og nýta frítíma okkar á jákvæðan og uppbyggilegan hátt og hentar tómstundamenntun því vel til að kenna og læra það. Eldri borgarar eru líklegast sá hópur í samfélaginu sem hefur mestan frítíma þar sem þau upplifa ákveðin kaflaskil í lífinu, starfslok. Verkefnið sem hér um ræðir er ætlað til að vinna gegn þáttum eins og einmanaleika og tómstundaleiða og stuðla að tómstundameðvitund meðal eldri borgara svo þeir geti nýtt frítímann sinn til fulls. Verkefnið skiptist í tvo hluta, greinargerð og handbók.
    Í greinargerðinni er megináhersla lögð á þann fræðilega bakgrunn sem handbókin byggir á, til að mynda skilgreiningar á hugtökum, mikilvægi tómstundamenntunar og frítímans. Handbókin er hugsuð fyrir starfsmenn sem koma að félagsstarfi eldri borgara til að nýta í starfi þeirra. Í handbókinni má finna uppbyggingu á 8 tíma tómstundamenntunarnámskeiði fyrir eldri borgara. Sambærileg handbók er ekki til hér á landi svo vitað sé.
    Lykilorð: Eldri borgarar, tómstundir eldri borgara, tómstundir, frítími, tómstundamenntun.

Samþykkt: 
  • 27.2.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/46386


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA- verkefni- greinagerð - lokaskil.pdf466,49 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Handbók - lokaskil.pdf544,46 kBLokaður til...05.05.2045HandbókPDF
skemman - yfirlýsing_BFE.pdf314,4 kBLokaðurYfirlýsingPDF