is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/4639

Titill: 
  • Forgangsréttarákvæði kjarasamninga og neikvætt félagafrelsi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Félaga- og fundafrelsi eru ásamt tjáningarfrelsi ein af helstu lykilréttindum í lýðræðislegu stjórnskipulagi. Skiptir því miklu að þessi réttindi séu virt, bæði réttindi félaga til að starfa en einnig réttindi einstaklinga til að vera óháðir félögum. Félagafrelsi skv. 11. gr. MSE tengist með beinum hætti tjáningarfrelsisákvæði 10. gr. MSE og eftir atvikum skoðana- og trúfrelsisákvæði 9. gr. MSE þar sem félög hafa ýmis baráttumál sem geta verið andstæð sannfæringu einstaklinga. Hæstiréttur hefur viðurkennt að 74. gr. stjskr. veiti stéttarfélögum sérstaka vernd sbr. Hrd. 2002, bls. 3686 (167/2002) sem fjallað verður um nánar síðar. Því skarast oft hagsmunir stéttarfélaga af því að tryggja almenna aðild að stéttarfélögum og vilji einstaklinga til að vera ekki félagar í stéttarfélögum sem kunna að stríða gegn sannfæringu þeirra. Í eftirfarandi umfjöllun verður reynt eftir fremsta megni að draga fram þau sjónarmið sem við eiga þegar túlka ber forgangsréttarákvæði kjarasamninga og hvort slík ákvæði geti í ákveðnum tilvikum brotið gegn 2. mgr. 74. gr. stjskr. og 11. gr. MSE.

Samþykkt: 
  • 14.4.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4639


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ritgerð-3 copy.pdf313,68 kBOpinnRitgerðPDFSkoða/Opna