Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46390
Tómstundastarf er mikilvægt öllum og þátttaka í tómstundastarfi er talin til mannréttinda á Íslandi. Þó er margt sem bendir til þess að þátttaka í tómstundastarfi getur reynst flóknari fyrir börn á einhverfurófi, til dæmis vegna hávaða og óskipulags. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða upplifun og reynslu foreldra barna á einhverfurófi af tómstundaiðkun barnanna með það að markmiði að auka skilning og þekkingu á viðfangsefninu. Rannsóknarspurningin sem leitað var: Hver er upplifun og reynsla foreldra barna á einhverfurófi af þátttöku barna þeirra í tómstundastarfi? Undirspurningin er: Hvaða þættir hafa áhrif á þátttöku barna á einhverfurófi í tómstundastarfi?
Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð og tekin voru fjögur hálfstöðluð viðtöl við foreldra barna á einhverfurófi. Notast var við þemagreiningu og greind voru þrjú meginþemu; þau eru Takmarkað framboð tómstunda, Ávinningur og ánægja og Umhverfi og utanumhald.
Niðurstöður sýna að upplifun og reynsla foreldra af tómstundastarfi barna þeirra var misgóð. Fram kom einnig að ýmsir þættir hafa áhrif á þátttöku barnanna í tómstundum. Áríðandi er að fagþekking sé til staðar í tómstundastarfi en þannig er hægt að koma betur til móts við þarfir barnanna. Fram koma vísbendingar um hvernig megi bæta umhverfi tómstunda og stuðla að aukinni þátttöku barna á einhverfurófi í tómstundastarfi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Magnús Gunnarsson - Börn á einhverfurófi - Upplifun og reynsla foreldra lok.pdf | 526,25 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
skemman_yfirlysing_ undirritad.pdf | 113,86 kB | Lokaður | Yfirlýsing |