is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46391

Titill: 
  • Einmanaleiki veikburða aldraðra : tengsl félagslegra og heilsufarslegra þátta við mat aðstandenda á einmanaleika skjólstæðinga í öldrunarendurhæfingu á Landspítala Landakoti
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Aldraðir eru sá þjóðfélagshópur sem er í hvað hröðustum vexti og má búast við að þeim fjölgi sem upplifa sig einmana. Einmanaleiki er mælikvarði á félagslega vellíðan og getur tengst auknum líkum m.a. á hjarta- og æðasjúkdómum, þunglyndi, kvíða, svefnvanda og skertri hreyfigetu, með tilheyrandi álagi á heilbrigðiskerfið. Markmið lokaverkefnisins er að skoða tengsl félagslegra og heilsufarslegra þátta við mat aðstandenda á einmanaleika skjólstæðinga á skammtíma öldrunarendurhæfingardeild Landspítala Landakoti. Rannsóknir á mati aðstandenda eru mjög fáar en mat þeirra getur skipt máli vilji eða geti skjólstæðingur ekki svarað sjálfur t.d. vegna veikinda. Upplýsingar um heilsu skjólstæðinga voru fengnar úr Post Acute Care matstæki frá interRAI, auk þess sem leitað var að upplýsingum um mat aðstandenda á einmanaleika í sjúkraskrá skjólstæðinga, árið 2019. Hlutfall þeirra sem metin voru einmana, af þeim sem svöruðu (n=59) var hátt, 59%. Áður þekktir áhættuþættir einmanaleika, búsetuhættir, þunglyndi og svefnvandi, tengdust marktæk mati aðstandenda í þessari rannsókn. Niðurstöður benda til þess að mat aðstandenda geti nýst við heildrænt mat á heilsu og líðan skjólstæðinga. Meirihluti (72%, n=151) skjólstæðinga útskrifaðist án mats á einmanaleika og viðeigandi úrræða, en hér eru möguleg sóknarfæri til að auka vellíðan aldraðra og minnka álag á heilbrigðiskerfið.

Samþykkt: 
  • 27.2.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/46391


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni_TOS262L_MariaBjorkSteinarsdottir_Vor2023.pdf1,34 MBLokaður til...04.05.2028HeildartextiPDF
Skemman_yfirlysing_Maria_B_Steinarsdottir.pdf176,94 kBLokaðurYfirlýsingPDF