Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46399
Í þessari ritgerð eru borin saman sönglög frá rómantíska tímanum við kvæði úr skáldsögunni Wilhelm Meisters Lehrjahre eftir Johann Wolfgang von Goethe. Tónskáldin sem borin eru saman eru Franz Schubert (1797–1828), Robert Schumann (1810–1856) og Hugo Wolf (1860-1903). Wilhelm Meisters Lehrjahre er ein merkusta skáldsaga Goethes og hafði gífurleg áhrif á bókmenntir og listir síðari tíma. Hún var upphafið að nýrri bókmenntagrein, „þroskaskáldsögunni“, sem hefur lifað fram á okkar daga. Í skáldsögunni eru nokkur kvæði, sem mörg merk tónskáld hafa freistast til að semja tónlist við. Kvæðin sem athuguð eru í þessari ritgerð eru fjögur talsins og lögð í munn sögupersónunnar Mignonar. Markmið ritgerðarinnar er að bera saman nálgun þessara þriggja tónskálda við sama efniviðinn. Schubert samdi samtal ellefu lög við þessi kvæði yfir æfina, og athugað er hvernig viðhorf hans til textanna breytist með árunum. Schumann gaf sín lög út sem hluta af lagaflokk við þessi og fleiri kvæði úr skáldsögunni, og hefur hugsanlega ætlað hann til flutnings í heild. Lög Wolfs eru hluti af hefti með fjölmörgum sönglögum við kvæði eftir Goethe; lögin við kvæðin úr Wilhelm Meister eru fremst í þeim flokki. Í ljóst kemur að aðferðir tónskáldanna breytist eftir því sem líður á rómantíska tímann og verða sífellt margbrotnari og dramatískari.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Birta Reynisdóttir BA ritgerð.pdf | 1.52 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |