is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/46404

Titill: 
  • Smáa letrið: Túlkun staðlaðra samningsskilmála í vátryggingarsamningum
  • Titill er á ensku The Fine Print: Interpretation of Standard Form Insurance Contracts
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um túlkun „smáa letursins” í vátryggingarsamningum, þ.e. einhliða sömdum og stöðluðum samningsskilmálum sem allir íslenskir vátryggingarsamningar byggja á. Í upphafi er vegurinn lagður með almennri umfjöllun um samningarétt og vátryggingar. Sérstök áhersla er lögð á umfjöllun um andskýringarregluna og beitingu hennar í framkvæmd. Andskýringarreglan hefur verið þýðingarmikil á sviði vátrygginga en á grundvelli hennar fá neytendur að njóta vafans þegar það kemur að óljósum ákvæðum vátryggingarskilmála. Við gerð vátryggingarsamninga hafa vátryggingartakar almennt lítið um efni þeirra að segja. Jafnframt hafa vátryggingafélögin talsverða fjárhagslega og sérfræðilega yfirburði yfir viðsemjendur sína. Beiting reglunnar í framkvæmd virðist mikilvægt tól til að jafna leikvöllinn og veita neytendum aukna vernd. Gert er grein fyrir samspili andskýringarreglunnar við aðrar túlkunarreglur á sviði samningaréttar og hvernig þær geta innbyrðis togast á. Dregnar eru ályktanir um vægi ýmsra sjónarmiða á sviði túlkunar vátryggingarsamninga og er dómaframkvæmdinni og öðrum úrlausnum gerð nokkur skil.

Samþykkt: 
  • 2.4.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/46404


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð.pdf370.02 kBLokaður til...31.12.2024HeildartextiPDF
Skemman_yfirlysing.pdf1.28 MBLokaðurYfirlýsingPDF