Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46410
Markmið ritgerðarinnar er að kortleggja hvaða kynja- og jafnréttissjónarmið þarf að hafa í huga þegar kemur að endurskoðun stjórnvalda á gjaldtöku og skattlagningu á öflun, umráðum og notkun á ökutækjum. Varpað er ljósi á þær tillögur sem settar höfðu verið fram
af stjórnvöldum er kemur að slíkri endurskoðun, líkt og vöru- og bifreiðagjöldum ásamt notkunargjöldum á borð við kílómetragjöld og flýti- og umferðargjöld. Stuðst var við umfjöllun um fræðileg sjónarmið er snerta á viðfangsefni ritgerðarinnar til að skoða möguleg
áhrif á jafnrétti kynjanna. Framkvæmt var jafnréttismat til að kanna hugsanleg jafnréttisáhrif en notast var við fyrirliggjandi gögn. Helstu niðurstöður benda til þess að tillögurnar muni hafa ólík áhrif á karla og konur. Karlar munu líklega greiða hærri upphæðir er kemur að gjöldum og sköttum. Á sama tíma eru áhrif tillagnanna á konur óljósari en niðurstöður gefa vísbendingar um að staða þeirra í kynjakerfinu, á vöktunum þremur og ferðamynstur þeirra, ásamt fleiri álíka þáttum, hafi þar áhrif. Niðurstöður benda því til þess að tillögurnar eru líklegar til að viðhalda eða draga úr jafnrétti kynjanna. Í ljósi þess er mikilvægt að stjórnvöld beiti sér í þeim efnum með því að nýta þau jafnréttistæki sem þau hafa á borð við jafnréttislög, kynjasamþættingu og kynjaða fjárlagagerð.
The purpose of the thesis is to map out which gender and equality perspectives need to be taken into account when it comes to the government's revision of charging and taxation of the acquisition, possession and use of vehicles. The proposals that have been put forward
regarding such a revision include excise duty and vehicle tax along with kilometer fees and congestion charges. A discussion of theoretical perspectives related to the subject were used to determine the possible impact of the proposals on gender equality. As for methodology, a gender impact assessment was carried out to identify potential equality effects using available data. The main results indicate that the proposals will have different effects on men and women. Men are likely to pay more when it comes to the fees and taxes. At the same time, the impact on women is more unclear but the results indicate that their position in the gender system, on the three shifts and their complex travel patterns will have an effect. The results indicate that gender equality might be maintained or reduced up to a certain level, and therefore highlights the importance of the government to respond in that regard with the equality tools they have such as equality laws, gender mainstreaming and gender budgeting.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MPA ritgerð. Eyrún Inga Jóhannsdóttir.pdf | 454,71 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman yfirlýsing. Eyrún Inga Jóhannsdóttir.pdf | 131,38 kB | Lokaður | Yfirlýsing |