is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46416

Titill: 
  • ADHD og aldraðir: Áhrif ADHD á aldraða
  • Titill er á ensku ADHD and elderly: The impact of ADHD on the elderly
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Mannfjöldaspár gera ráð fyrir að öldruðum muni fjölga á komandi árum en þrátt fyrir það er takmörkuð þekking um ADHD meðal aldraðra. Viðfangsefni þessarar ritgerðar er að greina frá ADHD meðal aldraðra og kanna hvaða áhrif það hefur á líf þeirra. Tilgangurinn er að varpa ljósi á birtingarmyndir ADHD meðal aldraðra og auka almenna vitund á málefninu. Leitast er við að svara tveimur rannsóknarspurningum; Hver er birtingarmynd ADHD meðal aldraðra og hvaða áhrif hefur það á aldraða einstaklinga að greinast með ADHD? Helstu niðurstöður sýna að birtingarmynd ADHD meðal aldraðra birtast á fjölbreyttari hátt en hjá börnum og fullorðnum og að auki eru aldraðir í meiri hættu að kljást við kvíða, þunglyndi og svefnvanda. Niðurstöður benda einnig á að ADHD meðal aldraðra er viðurkennt og getur haft hamlandi áhrif á líf þeirra, sérstaklega fyrir aldraða sem greinast seint á lífleiðinni. Leggja þarf áherslu á frekari rannsóknir á þessu sviði til þess að öðlast betri skilning á röskuninni og hvernig best er að veita þessum viðkvæma hópi meðferð og stuðning. Ritgerðin leggur einnig áherslu á aukna vitundarvakningu á ADHD meðal aldraðra, bæði meðal almennings og félags- og heilbrigðisstarfsfólks. Aukin þekking getur verið liður í að bæta lífsgæði aldraðra með ADHD, meðhöndlað eða ómeðhöndlað.

Samþykkt: 
  • 11.4.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/46416


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð - BA félagsráðgjöf.pdf529 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf1,02 MBLokaðurYfirlýsingPDF