en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/4642

Title: 
 • is Brostnar forsendur og ósanngirnisskilyrðið
Abstract: 
 • is

  Reglan um brostnar forsendur er ólögfest ógildingarregla í samningarétti sem er sérstaks eðlis. Það ber að hafa í huga, í allri umræðu um brostnar forsendur sem ógildingarreglur, að gildur samningur hefur þegar stofnast, og ógilding á sér stað vegna síðar tilkominna atvika, eða atvika sem aðilar höfðu ekki getað séð fyrir við samningsgerðina.1 Brostnar forsendur eru undantekning frá meginreglu samningaréttar, að samninga skuli halda, og það er almennt þannig í reynd að samningsaðilar verða sjálfir að bera hallan af því að forsenda fyrir samningsgerð bresti.2
  Í ritgerðinni verða skilyrði brostinna forsendna skoðuð og sérstök áhersla verður lögð á þann fyrirvara, að beiting reglunnar megi ekki vera ósanngjörn í garð gagnaðila.3 Skoðuð verður dómaframkvæmd og kannað hvað hafi hugsanlega áhrif á þennan fyrirvara. Áhrif ólögfestrar trúnaðarskyldu,við gerð samninga, á umræddan fyrirvara verða einnig athuguð. Ekki hafa ýkja margir dómar fallið, þar sem reglunni um brostnar forsendur hefur verið beitt, enda er um að ræða undantekningarrelgu sem ber að túlka þröngt.
  Í ritgerðinni er kafli þar sem fjallað er um samspil reglunnar um brostnar forsendur í samningarétti annars vegar, og 36. gr. laga um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga nr. 7/19374 hins vegar. Fræðimenn hafa lengi deilt um, hvort reglur um rangar og brostnar forsendur séu í raun orðnar óþarfar með tilkomu þessa nýja ákvæðis, sem tekur til allra tilvika sem reglur um rangar og brostnar forsendur taka til. Flestir fræðimenn eru þó sammála um að sú sé ekki raunin.
  Einnig verður skoðað hvað felst í hugtakinu ósanngirni, í skilyrði reglunnar um að beiting brostinna forsendna megi ekki vera ósanngjörn í garð gagnaðila. Það hefur verið talið, með skírskotun til 36. gr. sml., að heimilt sé að breyta eða ógilda ákvæði samnings, eða ógilda samninginn í heild, ef hann er talinn vera ósanngjarn. Það hefur einnig verið talið, að ekki megi beita reglunni um brostnar forsendur, ef sú beiting reglunnar er ósanngjörn í garð gagnaðila. Kannað verður hvort 2. mgr. 36. gr. sml. gefi vísbendingar um, hvað sé haft til hliðsjónar við mat á því, hvað teljist vera ósanngjarnt gagnvart gagnaðilanum.

Accepted: 
 • Apr 14, 2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/4642


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
brostnarforsendur-benedikt.pdf302.41 kBLocked Until...2023/01/01HeildartextiPDF