is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4643

Titill: 
  • Ógilding fjárskiptasamnings
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þegar hjón skilja þurfa þau að ganga frá skilnaði að borði og sæng áður en lögskilnaður er veittur. Í 42. gr. og 44. gr. hjúskaparlaga nr. 31/1993, hér eftir skammstöfuð hjskl., koma fram þau atriði sem þurfa að liggja fyrir svo hægt sé að veita leyfi til skilnaðar að borði og sæng. Meðal þeirra atriða sem þurfa að liggja fyrir eru fjárskipti, þ.e. fjárskiptasamningur milli hjóna eða staðfest yfirlýsing beggja um eignaleysi eða að opinber skipti séu hafin vegna fjárslita sbr. 1. mgr. 44. gr. hjskl. Þar segir að áður en skilnaður er veittur skal annað tveggja vera samkomulag milli hjóna um fjárskipti eða opinber skipti hafin vegna fjárslita.
    Skiptareglur sem gilda á milli hjóna vegna skilnaðar má finna í XIV. kafla hjskl. Skylt er að fara eftir óskum annars aðilans ef hann óskar eftir opinberum skiptum, sbr. 1 mgr. 96. gr. Þar segir að hafi annað hjóna eða þau bæði sótt um leyfi til skilnaðar eða dómsmál verið höfðað til skilnaðar eða til ógildingar hjúskaparins getur annað þeirra eða þau bæði krafist þess að opinber fjárskipti fari fram milli þeirra samkvæmt ákvæðum þessa kafla og lögum um skipti á dánarbúum o.fl., nr. 20/1991. Fjárskiptasamningur vegna skilnaðar verður því ekki gerður nema samþykki beggja aðila hjónabandins sé fyrir því.
    Hér verður gerð grein fyrir 95. gr.hjskl sem fjallar um fjárskiptasamninga, almennt um ákvæðið sjálft, skilyrði þess og hvernig greininni hefur verið beitt í dómaframkvæmd til að ógilda fjárskiptasamninga.

Samþykkt: 
  • 14.4.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4643


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Erna Ágústsd.pdf303.64 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna