Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/46431
Þessi ritgerð er lokaverkefni til BA gráðu í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Snýr viðfangsefni ritgerðarinnar að áfallamiðaðri nálgun (e. trauma-informed care/approach) í fangelsum. Fjallað verður um stöðu réttarkerfisins á Íslandi í dag og lögð verður áhersla á aðkomu félagsráðgjafa. Markmiðið er að gera grein fyrir áfallamiðaðri nálgun í fangelsum og segja frá hvernig nálgunin getur stuðlað að betrun. Einnig að segja frá hvaða þjónusta er í fangelsum hérlendis og fjalla um hlutverk félagsráðgjafa í því samhengi. Settar voru fram tvær rannsóknarspurningar: Hvað felst í áfallamiðaðri nálgun í fangelsum og getur sú nálgun stuðlað að betrun fanga? og Hvert er hlutverk félagsráðgjafa innan fangelsa hérlendis? Á Íslandi árið 2022 voru 88,1% af 149 afplánunarrýmum nýtt. Fortíð dómþola og áföll geta spilað stóran þátt í afbrotahegðun, er því mikilvægt að unnið sé úr þeim á viðeigandi hátt. Þar sem langflestir einstaklingar verða fyrir áfalli á lífsleið sinni og geta þau haft misalvarlegar afleiðingar, sumir þróa með sér áfallastreituröskun á meðan aðrir gera það ekki. Rannsóknir hafa sýnt að áfallamiðuð nálgun henti vel til að draga úr eða koma í veg fyrir endurkomu í fangelsi auk þess að stuðla að betrun. Félagsráðgjafar Fangelsismálastofnunar eru í lykilhlutverki hvað varðar betrun dómþola og endurhæfingu þeirra. Einnig verður komið inn á kenningar þessu tengdu. Niðurstöður sýna fram á að áfallamiðuð nálgun er talin sérlega hentug innan réttarkerfisins til að draga úr endurkomu dómþola og stuðla að betra og öruggara samfélagi fyrir alla.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
AþenaLindVestmannÁgústsdóttir og SvandísLiljaJónasdóttir_BAritgerð.pdf .pdf | 563.76 kB | Open | Complete Text | View/Open | |
AþenaLindVestmannÁgústsdóttirogSvandísLiljaJónasdóttir.Yfirlýsingummeðferðlokaverkefna.pdf | 503.21 kB | Locked | Declaration of Access |