Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46432
Megin markmið ritgerðarinnar er að kanna mögulegar hindranir innflytjenda að heilbrigðis- og félagsþjónustu. Viðeigandi hugtök verða skilgreind, útskýrt verður hvernig heilbrigðis- og félagsþjónustu er háttað með tilliti til aðkomu félagsráðgjafa, rýnt verður í lög og útskýrt mögulegar hindranir hópsins.
Mikil fjölgun innflytjenda hefur verið á Íslandi síðustu ár. Ástæður fjölgunar má rekja til hrakandi aðstæðna í ýmsum löndum og stríðsástandi víða um heiminn. Með auknum fólksflutningum til Íslands hafa í kjölfarið orðið margar breytingar á lögum, stefnum og reglugerðum. Þar að auki eru frumvörp til staðar með það markmið að breyta lögum enn meira. Gagnaöflun varpaði ljósi á það gífurlega flækjustig sem verður til þegar leitað er eftir upplýsingum varðandi réttindastöðu og aðgengi innflytjenda og þá sérstaklega varðandi aðgengi að upplýsingum á mismunandi tungumálum.
Þegar búið var að rýna í gögn kom í ljós að helstu hindranir sem þessi hópur stendur frammi fyrir voru: samtvinnun, fátækt, tungumál og menning, kynbundið ofbeldi, áfallasaga, læknisforðun og samúðarþreyta. Þessar hindranir eru oft með samtvinnandi þætti og er algengt að fleiri en ein hindrun sé til staðar í senn. Innflytjendur eru viðkvæmur og jaðarsettur hópur sem eykur líkur á erfiðum félags- og efnahagslegum aðstæðum sem hafa í för með sér margvísleg neikvæð áhrif. Mikilvægt er að samfélagið hlúi að þessum hópi, sé meðvitað um stöðu þeirra og taki á hindrunum sem mæta þeim innan kerfisins á viðeigandi máta til þess að sporna gegn frekari útskúfun og jaðarsetningu. Lykilþættir í því að draga úr hindrunum innflytjenda geta verið samfélagsleg nýsköpun og aukið menningarnæmi með áherslu á inngildingu og fræðslu í samfélaginu. Með þessum leiðum opnum við dyrnar fyrir fjölmenningarsamfélagi þar sem hindranir að heilbrigðis- og félagsþjónustu eru í lágmarki og innflytjendur öflugur og viðurkenndur hluti af menningarflórunni.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
ama35_Árný Margrét A._BA ritgerð.pdf | 680.48 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
ama35_Árný Margrét A._Yfirlýsing um meðferð.pdf | 316.02 kB | Lokaður | Yfirlýsing |