is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4645

Titill: 
  • Fæðingarþunglyndi og tengslamyndun
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilfinningatengsl eru undirstaða allra samskipta. Mæður mynda tengsl við barnið sitt strax í móðurkviði. Þessi tengsl þroskast og dafna með örvun og samskiptum. Konur sem þjást af fæðingarþunglyndi (postpartum depression) geta átt í erfiðleikum með tengslamyndun við barnið sitt. Rannsóknir sýna að þunglyndar mæður eru líklegri til að skorta innlifun (empathy) gagnvart börnum sínum sem getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir barnið hvað varðar tilfinningalegan, andlegan og líkamlegan þroska.
    Eigindleg rannsókn var framkvæmd og voru þátttakendur sex mæður með fæðingarþunglyndi. Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvernig mæður upplifa fæðingarþunglyndi og hvort eða hvernig það hefur áhrif á tenglamyndun við nýja barnið. Í niðurstöðum rannsóknar kom fram að flestar upplifa erfiðleika í tengslum við eigin móður, fæstar upplifðu stuðning frá fjölskyldu, flestar áttu börn sem voru ýmist óvær eða með magakveisu. Allar mæðurnar upplifðu góða tengslamyndun við barnið en sumum fannst þær vera fastar í móðurhlutverkinu á meðan aðrar nutu þess. Viðtöl voru jafnframt tekin við fjóra starfsmenn úr þremur fagstéttum sem starfa á Heilsugæslustofnun Suðurnesja og þeir spurðir um sýn sína á konur með fæðingarþunglyndi og hvaða sérþekkingu þarf til að mæta þessum konum.

Samþykkt: 
  • 14.4.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4645


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Faedingarthunglyndi_tengslamyndun.pdf618.86 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna