Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46456
Ein af undirstöðum þrískiptingu ríkisvalds er að hver þáttur ríkisvaldsins veiti hinum eftirlit. Síðustu ár hefur tíðarandinn sveiflast í þá átt að gerðar eru sífellt meiri kröfur til gagnsæis í stjórnsýslunni og að framkvæmdarvaldinu sé veitt virkt eftirlit. Einn hluti af þessu eftirliti er aðkoma Alþingis. Í þessari ritgerð verður fengist við það viðfangsefni að gera grein fyrir því hvað felist í eftirliti Alþingis með framkvæmdarvaldinu og þá sérstaklega eftirliti þingsins með sjálfstæðum stjórnvöldum sem ráðherra hefur ekki almennar yfirstjórnunarheimildir yfir líkt og meginreglan um ráðherrastjórnsýslu er leiða má af stjórnarskránni gengur út frá.
Í 2. kafla ritgerðarinnar verður byrjað á að fjalla almennt um þingeftirlit, hvert inntak þess er og lagaleg umgjörð, auk þess sem snert verður á hvaða rök og markmið búa að baki þess. Í 3. kafla verður fjallað um framkvæmd þingeftirlits á grundvelli þingskaparlaga og verða fyrirspurnir þingmanna, skýrslur ráðherra til þingsins og rannsóknarnefndir á vegum Alþingis sérstaklega til umfjöllunar. Í 5. kafla verður fjallað um sjálfstæð stjórnvöld. Verður fengist við það að gera grein fyrir þeim grundvallarmun sem er á sjálfstæðum stjórnvöldum og stjórnvöldum sem heyra undir ráðherra. Fjallað verður um þær eftir-litsheimildir sem Alþingi hefur gagnvart sjálfstæðum stjórnvöldum og þær takmarkanir er að þeim lúta. Að lokum verður ritgerðin dregin saman í 5. kafla og ályktanir dregnar út frá umfjölluninni.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Þingeftirlit (1).pdf | 353,26 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Adobe Scan 15 Apr 2024.pdf | 541,33 kB | Lokaður | Yfirlýsing |