is Íslenska en English

Lokaverkefni (Diplóma bakkalár) Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Diplómaritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4646

Titill: 
 • Áhrif eikósapentaen sýru (EPA) í rækt á þroskun og ræsingu angafruma
Titill: 
 • Influence of eicosapentaen acid (EPA) on the maturation and activation of dendritic cells in vitro
Námsstig: 
 • Diplóma bakkalár
Útdráttur: 
 • Angafrumur taka upp vaka úr umhverfi sínu og sýna T frumum sem ræsa í kjölfarið sérhæft ónæmissvar. Við ræsingu ónæmissvars mynda frumur þess bólgumyndandi efni sem hjálpa til við að halda sýkingu í skefjum, þessi bólguviðbrögð geta þó leitt af sér óþarfa vefjaskemmdir. Rannsóknir hafa sýnt að langar n-3 fjölómettaðar fitusýrur geta haft bólguhamlandi áhrif á frumur ónæmiskerfisins. Nýlegar rannsóknir Stefánsdóttur og félaga
  (2009) sýndu að við ræktun þroskaðra angafruma in vitro með n-3 fitusýrunni eikósapentaen sýru (EPA) fækkaði þeim angafrumum höfðu getu til að ræsa óreyndar T frumur þegar miðað var við angafrumur sem ræktaðar voru með n-6 fitusýrunni arakídonsýru (AA) eða án fitusýra. Þetta leiddi þó ekki til minni ræsingar T fruma þegar angafrumur ræktaðar með EPA fyrir þroskun voru samræktaðar með T frumum.
  Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort þær angafrumur sem ræktaðar höfðu verið með EPA fyrir þroskun og náðu að örvast í þroskaðar angafrumur væru jafn öflugar við ræsingu T fruma og þær þroskuðu angafrumur sem höfðu verið ræktaðar án fitusýra.
  Mónócýtar voru einangraðir úr blóði og CD14+ frumur sérhæfðar yfir í óþroskaðar angafrumur í viðurvist EPA. Eftir örvun þeirra yfir í þroskaðar angafrumur voru HLA-DR+ angafrumur einangraðar og ræstar með CD40L+ CHO frumum. Frumufloti var safnað við þroskun angafruma og eftir samræktun með CD40L+ CHO frumum og boðefnin IL-10, IL-6
  og IL-12p40 mæld með ELISA aðferð. Frumur voru litaðar á ákveðnum þroskastigum og tjáning yfirborðssameindanna HLA-DR, CD86, CD14, CD209 og CD197 skoðuð í frumuflæðisjá.
  Ekki fengust nægar niðurstöður til að hægt væri að meta áhrif EPA á þroskun angafrumanna. Við ræsingu HLA-DR+ fruma með CD40L sást tilhneiging til fækkunar fruma sem tjáðu ræsisameindirnar HLA-DR og CD197 hjá þeim angafrumum sem höfðu verið ræktaðar með EPA fyrir þroskun, en seytun á IL-12p40 og IL-6 var aftur á móti aukin. Þessar niðurstöður benda til þess að þó að ræktun angafruma með EPA leiði til þess að færri þroskaðar
  angafrumur geti ræst T frumur þá leiði hún einnig til aukinnar getu þeirra sem ná að þroskast
  til að ræsa T frumur og til að stýra sérhæfingu þeirra yfir í Th1 og/eða Th17 ónæmissvar.

Samþykkt: 
 • 14.4.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/4646


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð 30.04 pdf.pdf1.19 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna