Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46464
Börn fanga falla undir viðkvæman hóp í samfélaginu, þar sem afplánun foreldra getur haft í för með sér langvarandi og neikvæð áhrif á börn. En samkvæmt upplýsingum Children of Prisoners Europe sem er samevrópskt net sem vinnur fyrir hag barna með foreldri í fangelsi, eru um átta hundruð þúsund börn sem eiga foreldri sem dvelur í fangelsi á hverju sinni í Evrópu. Markmið þessar ritgerðar er því að vekja athygli á málefnum barna fanga með von að betrumbæta rétt, þjónustu og þarfir þeirra. Leitast verður því eftir að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum: Hvaða þjónusta er í boði fyrir börn fanga á Íslandi? Hvaða rétt hafa íslensk börn einstaklinga sem afplána dóm í fangelsi? Er réttur barna sem eiga foreldri í fangelsi uppfylltur? Hafa börn einstaklinga sem eru í afplánun öðruvísi þarfir en önnur börn?
Helstu niðurstöður sýna að fjarvera foreldris getur haft mikil áhrif á líðan og hversdagsleika barna. Á Íslandi er lítið um þjónustu og úrræði fyrir börn og aðstandendur fanga, ásamt þörf á betri heimsóknaraðstöðu innan fangelsa. Skráning barna fanga er ábótavant í hjá fangelsismálastofnun, og því getur reynst erfitt að uppfylla réttindi þessara barna. Þarfir barna má skipta í fimm skref: skilningur á aðstæðum, stuðningur stjórnvalda og samfélag, öryggi, kraftur til valdeflingar og viðurkenning. En þá sýna rannsóknir á samanburði Norðurlanda á lagalegri stöðu barna, að bæta þurfi stöðu barna fanga á Íslandi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA ritgerð_hyj6_Hildur_kjt4_Karolina.pdf | 445.94 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsingummeðferðverkefnis.pdf | 403.78 kB | Lokaður | Yfirlýsing |