Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46469
Þrígreining ríkisvalds er grundvöllur íslensks stjórnskipan, markmið þess er að stuðla að því að handhafar ríkisvalds hafi aðhald með hvor öðrum og komi í veg fyrir misnotkun opinbers valds. Alþingi er sá handhafi ríkisvalds er fer með löggjafarvaldið, partur af eftirlitshlutverki Alþingis felst í þingeftirliti. Það er skilgreint sem endurskoðun og virkt eftirlit Alþingis með handhöfum framkvæmdavalds, þ.e. ríkisstjórn og stjórnsýslu. Hluti af þingeftirliti felst í skipun rannsóknarnefnda. Í þessari ritgerð er gerð grein fyrir skipun slíkra nefnda, lagaumhverfi og hvaða atvik geta leitt til þess að slíkar nefndir verði skipaðar. Markmið ritgerðarinnar er að skýra þau tilvik frekar, þar sem erfitt getur reynst að lesa sér til um þau í íslenskum lögum og öðrum réttarheimildum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaverkefni(B.A.) - Dagur Breki Júlíusson..pdf | 405,62 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
yfirlýsing.pdf | 509,85 kB | Lokaður | Yfirlýsing |