is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4648

Titill: 
 • Hefur gildi hinnar ólögfestu ógildingarreglu um brostnar forsendur breyst eftir lögfestingu hinnar almennu ógildingarreglu í 36. gr. samningalaga nr. 7/1936?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Fyrir lögfestingu 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga voru allar ógildingaheimildir laganna miðaðar við atvik sem áttu sér stað við samningsgerð. Eina frávikið frá því var reglan um brostnar forsendur en hún var og er ólögfest ógildingarregla.
  Í þessari ritgerð verður farið yfir þær reglur sem heimila ógildingu samninga vegna atvika sem eiga sér stað eftir samningsgerð. Í upphafi ritgerðarinnar verður fjallað um meginreglur samningaréttarins og í framhaldinu um hvernig túlka beri undantekningar frá þeim. Því næst verður farið yfir ólögfestu ógildingaregluna um brostnar forsendur og fjallað sérstaklega um þau skilyrði sem þurfa að vera til staðar svo hægt sé að ógilda samning á grundvelli reglunnar. Þá verður farið yfir dómframkvæmd Hæstaréttar og horft sérstaklega til þess hvernig rétturinn metur hvort umrædd skilyrði séu uppfyllt.
  Í 4. kafla ritgerðarinnar verður fjallað ítarlega um 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga. Verður í stuttu máli farið yfir sögu ákvæðisins og eðli reglunnar og þar næst verður sérstök umfjöllun um hugtökin ósanngirni og góð viðskiptavenja. Einnig verður farið í hvert og eitt þeirra atriða sem koma fram í 2. mgr. greinarinnar sem eru til leiðbeiningar við mat á því hvort ógilda skuli samning eða breyta honum á grundvelli 1. mgr. sömu greinar.
  Líkt og titill ritgerðarinnar ber með sér verður síðan reynt að draga ályktun um gildi ólögfestu ógildingarreglunnar um brostnar forsendur eftir lögfestingu hinnar almennu ógildingarreglu í 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga. Að lokum verður í stuttu máli komið inn á brostnar forsendur í kjölfar efnahagshrunsins hér á landi haustið 2008. Verður m.a. velt upp spurningum um fjölgun ógildingarmála og fjallað um tvo nýlega héraðsdóma í þessu efni.

Samþykkt: 
 • 14.4.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/4648


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hefur gildi hinnar ólögfestu ógildingarreglu um brostnar forsendur breyst eftir lögfestingu hinnar almennu ógildingarreglu í 36. gr. samningalaga.pdf271.48 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
forsíða.pdf43.92 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna