en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/46483

Title: 
  • Title is in Icelandic Tilfinningaleg vanræksla og afleiðingar hennar með áherslu á flókna áfallastreituröskun
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Markmið þessarar ritgerðar er að vekja athygli á tilfinningalegri vanrækslu í æsku, mögulegum afleiðingum hennar á þolendur og hvernig hægt sé að vinna úr þeim. Ef tilfinningatengsl barns við uppalanda truflast eða rofna eins og í tilfellum tilfinningalegrar vanrækslu, getur það valdið tengslaáfalli. Tilfinningaleg vanræksla hefur oft ekki verið viðurkennd sem orsök alvarlegs áfalls. Ástæða þess gæti verið að einkenni tilfinningalegrar vanrækslu eru ekki jafn sýnileg gerendum, þolendum og aðstandendum eins og í tilfellum ofbeldis eða annars konar vanrækslu. Samt sem áður getur tengslaáfall í kjölfar tilfinningalegrar vanrækslu haft mótandi áhrif á alhliða þroska einstaklings til frambúðar. Slíkt áfall á fyrstu árum ævinnar hefur meðal annars áhrif á þroska heilans, taugakerfis og ónæmiskerfis sem gerir einstakling berskjaldaðri fyrir því að þróa með sér streitutengd andleg og líkamleg veikindi eins og flókna áfallastreituröskun. Erfitt getur verið fyrir einstakling að átta sig á slíku áfalli og vinna úr einhverju sem hefur haft svo djúpstæð áhrif á myndun sjálfs, hugsun, hegðun og þróun kerfa líkamans.

Accepted: 
  • Apr 16, 2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/46483


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Scan 15 Apr 2024.pdf336,35 kBLockedDeclaration of AccessPDF
Linda Elín - BA ritgerð.pdf436,87 kBOpenComplete TextPDFView/Open