Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46484
Vímuefnaneysla á meðgöngu getur haft skaðleg áhrif bæði á móður og barn. Mikilvægt er að veita barnshafandi konum í vímuefnaneyslu sértækan stuðning þar sem þær eru að takast á við tvö stór verkefni. Annars vegar að verða allsgáðar og koma sér í jafnvægi og hins vegar að ganga með barn og verða foreldri. Markmið þessarar ritgerðar er að skoða hvaða afleiðingar vímuefnaneysla á meðgöngu hefur fyrir móður og barn, þau úrræði sem standa til boða fyrir þennan hóp hérlendis og þau borin saman við þau úrræði sem eru í boði í Danmörku. Þessi ritgerð er fræðileg samantekt þar sem stuðst er við fræðilegar ritrýndar greinar, bækur, upplýsingaviðtöl við félagsráðgjafa og ljósmæður, tölfræðileg gögn og rannsóknir frá erlendum gagnasöfnum. Í umfjöllun ritgerðarinnar kom í ljós að konur í vímuefnaneyslu hafa margar hverjar alist upp á heimilum þar sem áfengis- og vímuefnaneysla er viðhöfð. Barnshafandi konur í vímuefnaneyslu eru oft á tíðum með lélega sjálfsmynd og bága sjálfstjórn og þurfa því á sértækum stuðningi og þjónustu að halda. Niðurstöður þessarar ritgerðar leiddu einnig í ljós að hér á landi er lítið um viðurkennd úrræði fyrir barnshafandi konur í vímuefnaneyslu en býðst þeim ýmiskonar stuðningur og þjónusta frá fagaðilum og meðferðarstofnunum. Má þar meðal annars nefna frá Landspítalanum, Krýsuvík og SÁÁ. Áorkast hefur góður árangur frá úrræði sem er í boði fyrir barnshafandi konur í vímuefnaneyslu í Danmörku þar sem þeim og börnum þeirra er fylgt eftir fram að skólaaldri.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
lmg13_Lokaritgerð.pdf | 508,17 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing_skemman.pdf | 1,32 MB | Lokaður | Yfirlýsing |