is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46487

Titill: 
  • Áföll kvenna á flótta. Aðkoma félagsráðgjafa að því að veita kvenmiðaða neyðaraðstoð við móttöku flóttafólks
  • Titill er á ensku Refugee women's trauma. The approach of social workers to providing women-oriented emergency assistance at the reception of refugees
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Í mannkynssögunni hafa aldrei verið fleiri einstaklingar á flótta í heiminum en nú. Stríðsástand, náttúruhamfarir og pólitískar ógnir valda því að sífellt fleira fólk leggur á flótta frá heimasvæðum sínum. Konur og stúlkur á flótta lifa við þá stanslausu ógn að verða fyrir kynbundnu ofbeldi, yfir þeim vofir að þær verði beittar kynferðislegu ofbeldi eða teknar í mansal. Með því að leggja áherslu á kvenmiðaða aðstoð er hugað að sértækum þörfum kvenna þegar tekið er á móti fólki á flótta og því skipta ákvarðanir um skipulagningu stuðnings miklu máli. Þessar kvenmiðuðu þarfir, sem geta falist í þáttum eins og að tíðavörur séu aðgengilegar, aðgengi sé að hreinlætisvörum fyrir barnshafandi og að salernisaðstaða sé vel upplýst í flóttabúðum, gleymast oft í stóru myndinni og þá sérstaklega þegar aðeins kemur einsleitur hópur að borðinu þegar verið er að taka stórar ákvarðanir. Áföll kvenna á flótta geta verið frábrugðin þeim áföllum sem karlar á flótta lenda í og konur og stúlkur í slíkum aðstæðum eiga það frekar á hættu að þróa með sér áfallastreituröskun. Því er mikilvægt að þær fái viðeigandi þjónustu á öllum stigum og að þær upplifi öryggi þegar þær fá vernd í nýju landi. Starf félagsráðgjafa við að veita kvenmiðaða aðstoð til kvenna og stúlkna sem hafa verið á flótta er því afar mikilvægt. Þá er ávallt mikilvægt að félagsráðgjafinn taki mið af og sýni aðstæðum kvenna og stúlkna sem hafa verið á flótta skilning með því að valda ekki frekari skaða.

Samþykkt: 
  • 16.4.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/46487


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fönn Hallsdóttir-BA ritgerð.pdf428.81 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing skemman.jpeg290.66 kBLokaðurYfirlýsingJPG