en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/4651

Title: 
 • Title is in Icelandic Vægi lögskýringargagna við túlkun refsiákvæða í dómum Hæstaréttar Íslands
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Þegar upp kemur lagalegur ágreiningur sem úr þarf að leysa verður að komast að niðurstöðu um merkingu lagaákvæðis eða þeirra réttarheimilda sem koma til álita hverju sinni. Lögskýring er aðferð sem notuð er til að afmarka efnislegt inntak lagaákvæðis og merkingu efnisreglunnar sem texti þess lýsir. Hún er notið þegar ákvarða þarf hvort tiltekið tilvik falli undir viðkomandi reglu eða ekki. Ljóst er að hvert lagaákvæði er hlut af tilteknum lögum og jafnframt hluti af lagakerfi landsins í heild. Því má ekki túlka ákvæðið sem einangraða eind heldur verður að túlka það með hliðsjón af öðrum ákvæðum viðkomandi lagabálks og jafnvel annarra lagabálka. Í innra samhengi lagaákvæðis felst merkingafræðileg, rökfræðileg og setningafræðileg afmörkun ákvæðis en til hins ytra samhengis telst notkun lögskýringargagna, beiting markmisðskýringar, beiting söuglegrar skýringar og túlkun með hliðsjón af meginreglum laga.
  Refsing hlýtur ávallt að teljast mjög þungbær fyrir dómþola. Refsingum hafa því verið settar ákveðnar skorður með þeim kröfum að refsiheimildir hafi ávallt lýðræðislegan uppruna og að þær séu ávallt settar þannig fram að enginn vafi sé á því hvort að ákveðin athöfn eða athafnaleysi falli undir viðomandi refsiheimild.
  Samkvæmt framansögðu er ljóst að ákveðin togstreita er á milli meginreglnanna um lögbundnar og skýrar refsiheimildir annars vegar og því lögskýringarsjónarmiði að beita lögskýringargögnum við túlkun refsiákvæða.
  Í þessari ritgerð verður fjallað um vægi lögskýringargagna við túlkun refsiákvæða í dómum Hæstaréttar Íslands í ljósi meginreglunnar um skýrleika refsiheimilda.

Accepted: 
 • Apr 14, 2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/4651


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BA- Vera Dögg.pdf324.42 kBOpenHeildartextiPDFView/Open