Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/46511
Það eru mannréttindi að fá að lifa við mannsæmandi lífskjör út ævina og líkamleg, andleg og félagsleg heilsa er mikilvægur þáttur þegar kemur að vellíðan. Í ljósi umræðunnar er félagsleg einangrun og einmanaleiki sett í samanburð við önnur samfélagsleg vandamál og virðist hafa víðtæk áhrif á einstaklinga, óháð aldri. Brýn þörf er fyrir alþjóðlegum aðgerðum til þess að fyrirbyggja þær afleiðingar sem fylgja félagslegri einangrun og einmanaleika. Markmiðið er að skoða áhrif og afleiðingar félagslegrar einangrunar og einmanaleika eru á mismunandi lífsskeiðum. Fátækt og atvinnuleysi eru oft á tíðum talin vera fylgifiskar félagslegrar einangrunar og einmanaleika þar sem nokkrir áhættuþættir fylgja slíkum aðstæðum sem geta haft varanleg áhrif á heilsu og vellíðan fólks.
Niðurstöður leiddu í ljós að atvinnuleysi og fátækt hafa bein áhrif á félagsleg tengsl og einmanaleika. Rannsóknir sýna að þetta vandamál hefur áhrif á alla aldurshópa út frá mismunandi áhættuþáttum í gegnum ævina. Það eru til ýmis úrræði sem hægt er að beita til að draga úr einangrun og einsemd, s.s. íþróttir og frístund fyrir börn og ungmenni, og virkni og endurhæfing fyrir fullorðna einstaklinga þar sem atvinna helst í hendur við betri lífsgæði og félagslega velferð. Þá eru til þjónustuíbúðir, dagdvöl og félagsstörf fyrir aldraða sem stuðla að ýmsum félagslegum þáttum. Í ljósi þess að þetta er vandamál á alþjóðlegum skala er mikilvægt að skoða það frá mörgum sjónarhornum.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Yfirlýsing.pdf | 503,37 kB | Locked | Declaration of Access | ||
Lokaritgerð.pdf | 480,87 kB | Open | Complete Text | View/Open |