Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46514
Markmið ritgerðarinnar er að leitast við að kanna þau áhrif sem það getur haft á einstakling að vera alþjóðlega ættleiddur sem ungabarn. Hugtakið „alþjóðleg ættleiðing“ er margbrotið fyrirbæri sem vert er að skoða, en alþjóðleg ættleiðing er þegar einstaklingur er ættleiddur sem barn og er fluttur frá einu landi til annars. Með því að vera fluttur frá þeim stað sem hann þekkir er hann sjálfkrafa færður inn í nýjan menningarheim og eignast þar með nýja foreldra í nýju land. Með þessu er ýmislegt lagt á lítinn einstakling sem haft getur áhrif á mikilvægustu þroska árin þar sem um er að ræða mikilvægan tíma fyrir þroska og tengslamyndun barna sem haft getur áhrif allt frá fæðingu til uppvaxtar. Einstaklingur sem er alþjóðlega ættleiddur sem kornabarn veit lítið um komandi vegferð sína og hefur ekkert um framtíð sína að segja. Þegar einstaklingur er ættleiddur sem kornabarn þá á sér stað tengslarof í frumbernsku hans. Það hefur til að mynda sýnt sig að tengslarof geta haft djúpstæð áhrif á einstaklinginn allt frá frumbernsku og áfram til fullorðinsára. Hér er um að ræða áhrif til að mynda á þroska, geðheilsu, félagsleg tengsl sem og áhrif á sjálfsmynd. Rannsóknir frá ýmsum löndum voru skoðaðar er varða málefnið sem og rannsóknir á Íslandi. Þá var rýnt í hvort dvalartími á stofnun í upprunar landinu hafi áhrif sem og hvort að aldur við ættleiðingu hafi um að segja varðandi áhrifaþættina. Niðurstöður sýna að alþjóðlegar ættleiðingar hafa ýmis áhrif á þroska barna til að mynda á félagsleg tengsl og aðra andlega þætti og hafi langvarandi áhrif á viðkomandi barn fram á fullorðinsár. Eftir að hafa rýnt í rannsóknir erlendis og hérlendis kom í ljós að frekari rannsóknir eru þarfar á Íslandi varðandi þetta málefni til að koma á aukinni þekkingu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Yfirlýsing.pdf | 965,42 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
Alþjóðlega ættleiddir einstaklingar--félagsleg tengsl og andlegir þættir.pdf | 618,3 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |