en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/46526

Title: 
  • Title is in Icelandic Engir tveir eru eins: Ráðgjöf fyrir einhverf ungmenni á leið í framhaldsskóla
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Markmið verkefnisins var að safna upplýsingum um reynslu náms- og starfsráðgjafa í grunn- og framhaldsskólum af því hvaða aðferðir eru líklegar til árangurs í náms- og starfsráðgjöf með ungmennum á einhverfurófi. Með þessu móti var hægt að varpa ljósi á þá þjónustu sem náms- og starfsráðgjafar veita ungmennum á einhverfurófi í félagsfærniþjálfun, við einstaklingsmiðun náms og við undirbúning vegna yfirfærslu á milli skólastiga. Rannsóknin var unnin með eigindlegri rannsóknaraðferð og byggist á viðtölum við átta starfandi náms- og starfsráðgjafa í grunn- og framhaldsskólum. Náms- og starfsráðgjafarnir sem tóku þátt í þessari rannsókn telja að aðferðir sem gætu nýst í náms- og starfsráðgjöf með hópnum almennt og við skil á milli grunn- og framhaldsskólagöngu séu: atvinnutengt nám, reglulegt utanumhald náms- og starfsráðgjafa og einstaklingsmiðuð nálgun. Þar að auki telja þeir að ungmenni á einhverfurófi þarfnist undirbúnings við skil á milli grunn- og framhaldsskóla, þjálfunar í félagsfærni og einstaklingsmiðaðar nálgunar. Í atvinnutengdu námi fær einstaklingurinn tækifæri til að læra að byggja upp félagslegar tengingar í starfi þar sem lögð er áhersla á viðeigandi hegðun á vinnustað. Þar myndi einstaklingurinn fá tækifæri til að læra af mistökum í öruggu umhverfi, án þess að eiga alvarlegar afleiðingar á hættu. Í reglulegu utanumhaldi fær einstaklingurinn tækifæri til að mynda tengsl við ráðgjafa sem er hæfur til að leiðbeina honum um félagsleg viðmið og mannleg samskipti. Vonast er til að náms- og starfsráðgjafar geti nýtt þær aðferðir sem fram koma í niðurstöðum í vinnu sinni með ungmennum á einhverfurófi almennt og þegar ungmennin standa frammi fyrir skilum á milli grunn- og framhaldsskóla.

Accepted: 
  • Apr 18, 2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/46526


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
IMG_0848.jpg2.08 MBLockedDeclaration of AccessJPG
M.a ritgerð 18.04 Sigríður Helga Jónasdóttir.pdf760.36 kBOpenComplete TextPDFView/Open