Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46527
Á undanförnum árum hefur skapast mikil umræða um takmarkað aðgengi lyfja á Íslandi samanborið við önnur Norðurlönd, en ekki hefur áður verið rannsakað hvort að um sé að ræða raunverulegan vanda hérlendis. Með rannsókninni var markmiðið að fá skýrari mynd á aðgengi lyfja á Íslandi og hvaða lyfjaflokkar takmarkast sérstaklega. Rannsóknin byggir á megindlegum aðferðafræðum á gögnum um markaðssett lyf frá Lyfjastofnun Íslands og lyfjastofnunum þriggja Norðurlanda.
Rannsóknin leiddi í ljós að á Íslandi voru 6.373 lyf með gilt markaðsleyfi samanborið við 12.845 lyf í Danmörku, 10.282 lyf í Finnlandi og 19.590 lyf í Noregi. Á Íslandi voru 42% lyfja með markaðsleyfi markaðssett en í Danmörku og Finnlandi nálægt 55% og í Noregi 37%. Alls voru 366 lyf markaðssett í öllum viðmiðunarlöndunum en ekki á Íslandi. Mest vantaði upp á aðgengi í ATC flokki L eða 20%. Stór hluti lyfjanna sem ekki voru markaðssett á Íslandi voru fáanleg á öðrum forsendum, en rúmlega 47% þeirra fáanleg sem undanþágulyf. Af þeim 171 lyfi, sem ekki voru markaðssett á Íslandi og ófáanleg á öðrum forsendum, voru 88 sem höfðu annað lyf í sama lyfjaflokki fáanlegt hérlendis, 40 sem höfðu annað lyf með sömu ábendingu, en 43 lyf sem ekki höfðu sambærilegt lyf fáanlegt.
Lyfjaaðgengi á Íslandi var töluvert minna en viðmiðunarlanda og mögulega er það vegna smæðar markaðsins. Þau lyf sem eru hvorki markaðssett á Íslandi né fáanleg á öðrum forsendum voru 43 talsins og var ekkert af þeim að finna á lista Alþjóðaheilbrigðismála-stofnunarinnar yfir nauðsynleg lyf. Niðurstöður benda til þess að það vanti töluvert upp á lyfjaaðgengi en þau lyf sem eru ekki fáanleg hérlendis eru ekki hluti þeirra lyfja sem talin eru nauðsynleg til að sinna grunnheilbrigðisþörfum íbúa.
In recent years, there has been extensive discussion about the limited availability of medicines in Iceland compared to other Nordic countries. It has not been previously investigated to what extent this applies in Iceland. The goal of this study was to gain a better understanding of the availability of medicines in Iceland and which drug classes are most lacking in access. This research is based on quantitative methods using data on marketed medicines from the Icelandic Medicines Agency and the medicines agencies of three Nordic countries.
The study revealed that there were 6,373 medicines with valid marketing authorization in Iceland compared to 12.845 in Denmark, 10.282 in Finland, and 19.590 in Norway. In Iceland, 42% of medicines with marketing authorization were marketed, compared to around 55% in Denmark and Finland, and 37% in Norway. Overall, 366 medicines were available in all reference countries but not Iceland, with the most significant lack of access observed in the ATC category L, at 20%. However, a large portion of the medicines not marketed in Iceland were available under other conditions, with approximately 47% of those medicines available as exception medicines. Of the 171 medicines, not marketed in Iceland and not available under other conditions, 88 had another medicine in the same drug class available domestically, 40 had another medicine with the same indication available, but 43 medicines had no other comparable medicine available.
Medicine accessibility in Iceland was considerably lower than in the reference countries, possibly due to the small size of the market. Of the 43 medicines, that were neither marketed in Iceland nor available under other conditions, none were not found on the WHO list of essential medicines. These findings indicate a lack of medicine accessibility, though the medicines not available domestically are not considered essential for meeting the basic healthcare needs of residents.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
AHH-Mastersverkefni.pdf | 748,34 kB | Lokaður til...18.04.2027 | Heildartexti | ||
AHH-Skemman_yfirlysing.pdf | 274,15 kB | Lokaður | Yfirlýsing |