Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46531
Introduction: Preeclampsia (PE), affecting 2-8% of pregnancies, poses significant health risks to both mother and child. Effective screening methods or treatments for this disorder are lacking, with delivery being the only cure. Placental protein 13 (PP13) has shown promise as a potential biomarker for PE. This study primarily investigated the serum levels of PP13, sFlt-1, and PlGF in the third trimester and postpartum, in both preeclamptic women and a control group. The secondary aim was to produce an overview of the literature on PP13 levels for different gestational periods. Methods: This study included 13 women with PE and 8 controls. Blood samples were collected from women right before birth, and; 3-5 hours, 1 day, 5 days, and 10 days postpartum. The serum levels of PP13, sFlt-1, and PlGF were quantified using the ELISA method. The literature overview on PP13 was conducted using PubMed and Web of Science, focusing on studies using the ELISA method on serum samples, and reporting quantitative values.
Results: No significant differences were found in serum PP13 concentrations between the PE and control groups, except at 5 days after birth. Serum concentration of sFlt-1 and PlGF did not show a significant difference between groups. There was a gradual decrease in sFlt-1 levels, with the control group having higher median values. PlGF levels were unmeasurable in 72% of samples. The literature overview showed that PP13 levels increase gradually during gestation in control groups. For the PE groups, levels are decreased in the first trimester and elevated in the third trimester. Conclusions: This study reveals that PP13, sFlt-1, and PlGF levels show minimal differences between groups in the third trimester and postpartum. The literature review confirms variation in PP13 levels for gestational periods between PE and non-PE groups. Further research with a larger cohort is essential for understanding these biomarkers and improving PE management strategies.
Inngangur: Meðgöngueitrun, sem hefur áhrif á 2-8% meðgangna, getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir bæði móður og barn. Árangursríkar skimunaraðferðir og meðferðir við sjúkdómnum vantar, og er fæðing eina lækningin. Fylgjuprótein 13 (PP13) hefur verið mikið rannsakað í tengslum við meðgöngueitrun sem hugsanlegt lífmerki. Meginmarkmið þessarar rannsóknar var að mæla PP13, sFlt-1 og PlGF á þriðja þriðjungi meðgöngu og eftir fæðingu, hjá konum með meðgöngueitrun og viðmiðunarhópi. Undirmarkmið var að gefa yfirlit yfir þær rannsóknir sem til eru um styrk PP13 á mismunandi tímabilum meðgöngu.
Efni og aðferðir: Í þessari rannsókn voru 13 konur með meðgöngueitrun og 8 í viðmiðunarhópi. Blóðsýni voru tekin rétt fyrir fæðingu og síðan 3-5 klukkutímum, 1 degi, 5 dögum og 10 dögum eftir fæðingu. Styrkur PP13, sFlt-1 og PlGF var mældur í sermi með ELISA mótefnamælingu. Yfirlit um styrk PP13 var framkvæmt með því að nota PubMed og Web of Science, þær rannsóknir sem notuðu ELISU aðferðina til að mæla PP13 í sermi og settu fram magnbundin gildi voru valdar.
Niðurstöður: Styrkur PP13 sýndi ekki marktækan mun á milli hópa með meðgöngueitrun og viðmiðunarhóps, nema 5 dögum eftir fæðingu. Styrkur sFlt-1 og PlGF sýndi ekki marktækan mun á milli hópa. Hjá sFlt-1 lækkaði styrkurinn smám saman en viðmiðunarhópurinn hafði hærra miðgildi. Það voru 72% af PlGF sýnum sem voru undir mælanlegum mörkum en flest mælanleg sýni voru rétt fyrir fæðingu. Yfirlit yfir styrk PP13 sýndi að PP13 hækkar smám saman á meðgöngu í viðmiðunarhópnum. Fyrir meðgöngueitrunarhópana, er styrkurinn lægri á fyrsta þriðjungi og er svo hækkaður á þriðja þriðjungi. Ályktanir: Niðurstöður sýndu að PP13, sFlt-1 og PlGF styrkur er ekki frábrugðinn milli hópa, á þriðja þriðjungi meðgöngu og eftir fæðingu. Yfirlit um styrk PP13 staðfesti að breytileiki er í styrk á meðgöngutímabilinu á milli hópa með meðgöngueitrun og ekki. Frekari rannsóknir eru nauðsynlegar, sérstaklega með stærra úrtaki, til að geta mögulega bætt meðferð við meðgöngueitrun.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
PDF PP13 Lokaskil.pdf | 1,5 MB | Lokaður til...18.04.2034 | Heildartexti | ||
Yfirlýsing fyrir Skemmuna.pdf | 672,57 kB | Lokaður | Yfirlýsing |