is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46533

Titill: 
  • Áhrif SSRI lyfja á dánartíðni meðal langtímanotenda benzódíazepína og ópíóíða. Lýðgrunduð hóprannsókn
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Inngangur: Notkun Íslendinga á svefnlyfjum, sterkum verkjalyfjum og tauga- og geðlyfjum hefur verið mikið til umræðu undanfarin ár og er stöðug aukning í ávísunum þessara lyfja hérlendis. Lyfjanotkun þessara lyfja á Íslandi er töluvert meiri en í öðrum Norðurlöndum en samhliðanotkun með þeim til lengri tíma getur haft alvarlegar afleiðingar eins og öndunarbælingu.
    Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að skoða samband langtímanotkunar með svefn- og kvíðastillandi lyfjum, ópíóíðum og sértækum serótónín endurupptökuhemlum (SSRI lyf) og andláta.
    Aðferðir: Gögn verkefnisins komu frá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins, Dánarmeinaskrá og Lyfjagagnagrunni Embætti landlæknis og var notast við lýðgrundaða hóprannsókn (e. population-based cohort study) við gerð verkefnisins. Myndaðir voru 6 hópar úr úrtaki verkefnisins sem samanstóð af sjúkratryggðum íbúum með lögheimili á höfuðborgarsvæðinu á aldrinum 10-69 ára (n= 148.870). Hóparnir voru myndaðir út frá mismunandi lyfjanotkun svefn- og kvíðastillandi lyfja, ópíóíða og SSRI lyfja. Áreiti útsettu hópanna átti sér stað yfir þriggja ára tímabil og var hópunum fylgt eftir til ársins 2019 og dánarlíkur voru metnar.
    Niðurstöður: Til að meta áhrif lyfjanna á dánartíðni var notast við Cox-aðhvarfsgreiningu og áhættuhlutföll (HR) voru reiknuð fyrir útsetta hópa (n=2.205). Einstaklingar sem voru ekki með lyfjanotkun á neinum af lyfjum verkefnisins voru notaði sem viðmið (n=49.673). Í lifunargreiningunni var leiðrétt fyrir aldri, kyni og fjölda sjúkdómsgreininga og einnig voru einstaklingar með krabbamein fjarlægðir. Einstaklingar í útsettu hópunum voru ávallt í aukinni áhættu á að deyja miðað við viðmiða hópinn en hópurinn sem var með langtímanotkun BZD- og/eða z-lyfja, ópíóíða og SSRI lyfja var í mestri aukinni áhættu eða rúmlega fimmfaldri (HR= 5,55 og 95% ÖB: 3,48-8,83) á að deyja miðað við viðmiða hópinn. Einnig var áhættuhlutfallið hærra meðal hópa sem voru með notkun SSRI lyfja samhliða BZD- og/eða z-lyfjum og/eða ópíóíðum og skammtastærðir í þeim hópum voru hærri svo sambandið var skammtaháð.
    Ályktanir: Í þessari rannsókn fannst samband milli langtímanotkunar SSRI lyfja
    samhliða benzódíazepínum og ópíóíðum og aukinnar áhættu á dauðsfalli fyrir aldur fram sem bendir til þess að samhliða langtímanotkun þessara lyfja sé ekki æskileg.

  • Útdráttur er á ensku

    Introduction: The use of hypnotics, analgesics, and nerve and psychiatric medications in Iceland has been debated in recent years, with a steady increase in the prescribing of these drugs. Their consumption in Iceland is considerably higher than in other Nordic countries. Their concurrent long-term use can have serious consequences such as respiratory suppression.
    Objective: The aim of the study was to examine the relationship between long-term use of hypnotics/anxiolitycs, opioids, and selective serotonin reuptake inhibitors (SSRIs) and mortality.
    Methods: Data for the project came from the Primary Health Care of the Capital Area, the Cause of Death Registry, and the Icelandic Medicines Registry of the Directorate of Health. This was a population-based longitudinal cohort study. Six groups were formed from the project sample consisting of insured residents with domicile in the capital area aged 10-69 (n=148,870). The groups were formed based on different drug use of hypnotics and anxiolytics, opioids, and SSRIs. The groups were exposed over a three-year period, followed up until 2019, and mortality rates were estimated.
    Results: To assess the effects of the drugs on mortality rates, Cox proportional-hazards regression analysis was used, and hazard ratios (HR) were calculated for exposed groups (n=2,205). Individuals not prescribed any of these drugs were used as reference (n=49,673). In the survival analysis, adjustments were made for age, sex, and number of diagnoses. Cancer cases were excluded. Individuals in the exposed groups were always at increased risk of death compared to the reference group, but the group that had long-term use of BZD and/or Z-drugs, opioids, and SSRI drugs, had the greatest elevated risk, more than fivefold (HR=5.55, 95% CI: 3.48-8.83) compared to the reference group. The hazard ratio was also higher among groups using SSRI drugs concurrently with BZD and/or z-drugs and/or opioids, and dosages in those groups were higher, indicating a dose-dependent relationship.
    Conclusion: This study found that long-term use of SSRIs is associated with increased mortality in patients concomitantly prescribed benzodiazepines/z-drugs and opioids.

Samþykkt: 
  • 19.4.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/46533


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
YÖH_MSc_final_18.4.pdf2,06 MBLokaður til...18.04.2026HeildartextiPDF
Yfirlysing f Skemmuna MS ritg YOH.pdf382,25 kBLokaðurYfirlýsingPDF