is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46534

Titill: 
  • Viðhorf og reynsla heimilislækna af flutningi upplýsinga og tilfærslu meðferðar frá Landspítala til heilsugæslunnar
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Inngangur: Eitt af aðalmarkmiðum Lyf án skaða átaksins er að bæta lyfjaöryggi við flutning upplýsinga og tilfærslu meðferðar innan heilbrigðisþjónustunnar. Læknabréf spila þar stórt hlutverk við að miðla nauðsynlegum upplýsingum milli meðferðaraðila. Í sjúkrahúslegu er líklegt að lyfjameðferð hafi breyst. Þar af leiðandi er mikilvægt að réttar upplýsingar skili sér til viðkomandi læknis sem tekur við meðferðinni.
    Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á reynslu og viðhorf heimilislækna af flutningi upplýsinga og tilfærslu meðferðar frá Landspítala til heilsugæslustöðva um land allt.
    Aðferð: Við gerð rannsóknarinnar var notast við megindlega og eigindlega aðferðafræði. Rafrænn spurningalisti var sendur með tölvupósti á alla starfandi heimilislækna á heilsugæslustöðvum um land allt. Spurningalistinn samanstóð af lokuðum fjölvalsspurningum og opnum spurningum. Excel var notað við greiningu gagna og niðurstöður settar fram með lýsandi tölfræði.
    Niðurstöður: Svarhlutfallið var frá 34-37% eftir flokkun spurninga. Niðurstöður sýna að heimilislæknar telja að læknabréf við útskrift af spítalanum berist einungis að hluta til, jafnframt að það skorti upplýsingar varðandi ábendingar fyrir lyfjum við útskrift, ástæðu fyrir lyfjabreytingum í sjúkrahúslegu og áætlun um eftirfylgd. Flestir heimilislæknar voru sammála því að tilvísanir frá Landspítala til heilsugæslu sé eðlilegt verklag í þeim tilvikum sem þeim er ætlað hlutverk í eftirliti eftir sjúkrahúslegu.
    Ályktanir: Niðurstöður varpa ljósi á núverandi áskoranir sem og tækifæri. Þær sýna hvernig bæta má þessi þýðingarmiklu skjöl sem læknabréf eru til að tilfærsla meðferðar gangi vel fyrir sig. Enn fremur benda niðurstöður rannsóknarinnar til þess að tækifæri séu til staðar til að bæta upplýsingagjöf til heilsugæslu við útskrift af Landspítala.

  • Útdráttur er á ensku

    Introduction: One of the main objectives of Medication without Harm, the World Health Organization Global Patient Safety Challenge, is to improve medication safety during the transition of care within the healthcare service. Discharge summaries, which they often rely on, convey important information between healthcare providers. In hospital settings, the medication regimen is likely to change. Therefore, accurate information must be shared with the attending physician supervising ongoing treatment.
    Objective: The study aimed to illuminate general practitioners‘ experience and perspective on the transition of care from Landspitali to primary health care clinics in Iceland.
    Method: The study utilized both quantitative and qualitative methodologies. An electronic questionnaire was emailed to all general practitioners at primary health care clinics in Iceland. The questionnaire consisted of closed-ended multiple-choice questions and open-ended questions. Excel was used for data analysis, and the results were presented using descriptive statistics.
    Results: The response rate ranged from 34 to 37%, depending on the question category. The results indicate that general practitioners believe that discharge letters from the hospital are only partially transmitted. There is also a notable lack of information regarding indications for medications at discharge, reasons for medication changes during hospitalization, and plans for follow-up care. Most general practitioners agreed that referrals from Landspitali to primary health care clinics are a normal procedure in cases where they are assigned a role in post-hospital monitoring.
    Conclusion: The results shed a light on the current challenges and present a hopeful perspective. They demonstrate how significant documents, such as discharge letters, can be enhanced to facilitate transition of care effectively. Moreover, the research findings suggest a promising opportunity to improve information provision to primary health care upon discharge from Landspitali.

Samþykkt: 
  • 19.4.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/46534


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS verkefni ÓÓR - LOKASKIL.pdf1,42 MBLokaður til...18.04.2027HeildartextiPDF
Yfirlýsing skemman ÓÓR.pdf225,3 kBLokaðurYfirlýsingPDF