Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46537
Inngangur: Þunglyndi er algengur geðsjúkdómur sem fer vaxandi um allan heim. Frá því að fyrstu SSRI-lyfin voru sett á markað árið 1983, eru þau orðin mest seldu þunglyndislyfin á markaði í dag. Þau eru almennt talin örugg, með góða virkni, hafa færri aukaverkanir og eru ekki ávanabindandi samanborið við BZD- og/eða Z-lyf og ópíóíða.
Markmið: Aðalmarkmið rannsóknarinnar var að kanna samband á milli langtímanotkunar SSRI-lyfja, BZD- og/eða Z-lyfja og ópíóíða á árunum 2009-2011 og svo 2012-2019.
Aðferðir: Gerð var lýðgrunduð hóprannsókn sem unnin var úr gögnum frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þátttakendur (n=130.229) voru einstaklingar á aldrinum 10-69 ára sem leituðu til heilsugæslustöðvanna á árunum 2009-2011. Þeim var skipt í hópa út frá þriggja ára samfelldri notkun á SSRI-lyfjum, BZD- og/eða Z-lyfjum og ópíóíðum á tímabilinu. Hópunum var svo fylgt eftir og niðurstöður metnar.
Niðurstöður: Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að konur voru í meirihluta lyfjanotenda og að karlmenn fengu meira magn af lyfjum mælt í dagsskömmtum DDD/3ár. Algengasti aldur lyfjanotenda var á aldursbilinu 40-59 ára hjá bæði körlum og konum. Dreifing á magni DDD yfir þriggja ára tímabil, árin 2009-2011, sýndi aukningu eftir því sem hundraðsmörkin urðu hærri á árunum 2012-2019 hjá lyfjanotendum sem voru með samhliða samfellda notkun á SSRI-lyfjum, BZD- og/eða Z-lyfjum og ópíóíðum.
Umræður: Samkvæmt niðurstöðum þessa verkefnis er samband á milli langtímanotkunar SSRI og BZD-lyfja og ópíóíða og aukins magns lyfjanna (DDD/einstakling/3ár) þegar lyfjanotendur eru með samfellda notkun á fleiri en einu lyfi.
Background: Prevalence of depression worldwide is high, and it is increasing. Since 1983 when SSRI drugs entered the market, they have become bestsellers. They are in general considered safe, effective and have less side effects and are not addictive compared to BZD and or Z-drugs and opioids.
Objective: To examine the association between long-term use of SSRIs, BZD and/or Z-drugs and opioids during the years 2009-2011 and then 2012-2019
Methods: We conducted a population-based cohort study using data collected from the Primary Healthcare of the Capital Area in Iceland. The participants (n=130.229) of the study were individuals, aged 10-69 years, that sought medical care during the period of 2009-2011. Groups were selected from the study´s population, based on their use of opioids and/or hypnotics/anxiolytics during three consecutive years in that period
Results: Majority of those using the above mentioned drugs were women and the average drug dose in DDD/3years was higher among men. The highest prevalence of drugs use during 2009-2011 showed that the percentiles increased druing 2012-2019 among those who concomitantly used SSRIs, BZDs and/or Z-drugs and opioids.
Discussion: Among long-term users of SSRIs, BZDs and/or Z-drugs and opioids there was an increase in doses (DDD/individual/3 years) when they used two or more drugs concomitantly.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
GEP - Loka-Masterritgerð.pdf | 1,76 MB | Lokaður til...30.04.2026 | Heildartexti | ||
Yfirlysing f Skemmuna MSc GEP.pdf | 395,85 kB | Lokaður | Yfirlýsing |