Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46551
Inngangur: Náttúrulegar drápsfrumur (NK frumur) gegna mikilvægu hlutverki í ósérhæfða ónæmiskerfinu og taka þátt í fyrstu vörnum líkamans gegn sýkingum. Hlutverk NK frumna er að senda veirusýktar frumur og krabbameinsfrumur í stýrðan frumudauða og seyta boðefnum eins og IFN-γ, TNF-α og GM-CSF, sem eru mikilvæg við að hefja ónæmissvar. Bólga er náttúrulegt viðbragð líkamans við áreiti, s.s. sýkingum eða frumuskemmdum. Ef bólga verður langvarandi og getur hún þá leitt til vefjaskemmda og sjúkdóma, þar á meðal hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki, Alzheimers sjúkdóma og krabbameina. Til þess að koma í veg fyrir þróun bráðrar bólgu í langvarandi bólgu er mikilvægt að bólguhjöðnun eigi sér stað. Margar sameindir koma við sögu í bólguhjöðnun, m.a. sérhæfð bólguhjöðnunarboðefni. Markmið: Að kanna áhrif blöndu af boðefnum sem hindra bólgu og/eða stuðla að bólguhjöðnun á tjáningu NK frumna á ensímunum 5-,12- og 15-lípoxýgenasa (LOX) sem hvata myndun bólguhjöðnunarboðefna. Efni og aðferðir: NK frumur voru einangraðar úr einkjarna frumum úr blóði og þær örvaðar með bólguboðefna blöndu (IL-15, IL-2 og IL-12), bólguhjöðnunarboðefna blöndu (IL-15, IL-10, TGF-β, RvE1, RvD1, LXA4 og Annexín A1 peptíði) eða ræktaðar með IL-15 til viðmiðunar. Eftir sex klukkutíma örvun var NK frumum safnað og prótein einangrað. Magn 5-, 12-, 15-LOX-2 og Annexín A1 var metið með Simple Western aðferð. Frumufloti var safnað eftir 24 klukkutíma og styrkur IFN-γ og GM-CSF mældur með ELISA boðefnamælingu.
Niðurstöður: NK frumur sem voru örvaðar með bjólguhjöðnunarboðefna blöndu tjáðu svipað magn af 5-LOX, 12-LOX og Annexíni A1 og NK frumur sem voru örvaðar með bólguboðefna blöndu eða ræktaðar með IL-15. NK frumur sem voru örvaðar með bólguhjöðnunarboðefna blöndu seyttu minna af IFN-γ og GM-CSF borið saman við NK frumur sem voru örvaðar með bólguboðefna blöndu. Ályktun: Niðurstöðurnar sýna að NK frumur tjá 5-LOX, 12-LOX og Annexín A1 sem bendir til þess að þær geti gegnt hlutverki í bólguhjöðnun.
Introduction: Natural killer (NK) cells play an important role in the innate immune system and are involved in the body‘s first defense against infections. They are responsible for inducing apoptosis in virus-infected and cancerous cells. NK cells also secrete cytokines such as IFN-γ, TNF-α, and GM-CSF, which are vital for triggering the immune response. Inflammation is a natural response to stimuli. If it becomes chronic, it can lead to tissue damage and diseases including cardiovascular disorders, diabetes, Alzheimer‘s disease, and cancer. To prevent progression from acute to chronic inflammation, it is crucial to effectively resolve inflammation. Specialized pro-resolving mediators play a significant role in resolution of inflammation.
Aim: To determine the effects of a cocktail of molecules that inhibit inflammation or induce its resolution on NK cells expression of 5-,12- and 15-lipoxygenases, enzymes involved in synthesis of SPMs.
Materials and methods: NK cells were isolated from peripheral blood mononuclear cells from blood and either stimulated with a pro-inflammatory cocktail (IL-15, IL-2, and IL-12), resolution cocktail (IL-15, IL-10, TGF-β, RvE1, RvD1, LXA4, and Annexin A1 peptide), or cultured with IL-15 as control. After six hours of stimulation, protein was isolated and the expression of 5, 12-, and 15-LOX-2 and Annexin A1 determined by Simple Western method. Supernatants were collected after 24 hours of stimulation, and the concentration of IFN-γ and GM-CSF measured by ELISA.
Results: NK cells stimulated with the resolution cocktail expressed similar levels of 5-LOX, 12-LOX and Annexin A1 as NK cells stimulated with the inflammatory cocktail or cultured with IL-15. NK cells stimulated with the resolution cocktail secreted less of the cytokines IFN-γ and GM-CSF than NK cells stimulated with the inflammatory cocktail. Conclusion: The results demonstrate that NK cells express 5-LOX, 12-LOX and Annexin A1 suggesting that they may play an important role in resolution of inflammation.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MSc Ritgerð ASAP.pdf | 2,06 MB | Lokaður til...18.04.2026 | Heildartexti | ||
Yfirlýsing -skemman -ih.pdf | 270,28 kB | Lokaður | Yfirlýsing |