Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46565
Bakgrunnur: Augnsýkingar eru töluverð ógn við heilsu nýbura, þar sem bakteríur í fæðingarvegi móður geta sýkt nýburann og valdið m.a. tárubólgu (e. Ophthalmia neonatorum, ON). ON sýking kemur vanalega fram á fyrsta mánuði eftir fæðingu en helstu bakteríur sem valda ON eru Chlamydia trachomatis og Neisseria gonorrhoeae en fleiri bakteríur, sem geta verið hluti af eðlilegri bakteríuflóru í fæðingarvegi, geta einnig orsakað ON.
Aðferðir: Í upphafi var stöðugleiki formúleringanna metinn með sjónrænu stöðugleikamati, ásamt Ultra High-Performance Liquid Chromatography (UHPLC), til að sannreyna langtímastöðugleika formúleringanna. Í framhaldi var bakteríudrepandi eiginleiki formúleringa sem innihélt mónókaprín og mónólárín metinn gegn Staphylococcus aureus, sem er einn af orsakavöldum ON, og Lactobacillus jensenii, sem er ein af náttúrulegri bakteríuflóru líkamans. Auk þess að meta bakteríudrepandi virkni, fól rannsóknin í sér að kanna hugsanleg ertandi áhrif formúleringanna á slímhúð augans. Til að meta ertandi áhrif formúleringanna var notast við þrívítt endurgert líkan af hornhimnulíkum þekjuvef úr mannafrumum (e. Reconstructed human cornea-like epithelium). MTT próf var notað til að mæla lífvænleika frumna, sem þjónaði sem vísbending um ertingu í augum.
Niðurstöður: Stöðugleikamat með UHPLC leiddi í ljós minniháttar niðurbrot lípíðanna innan tveggja vikna eftir að formúleringarnar voru útbúnar, með hröðun niðurbrots frá viku tvö til fjögur. Næmisprófin sýndu fram á að allar augndropa formúleringar sem voru prófaðar hefðu virkni gegn S. aureus en litla sem enga virkni gegn L. jensenii. Ertingarpróf sýndi fram á að allar augndropa formúleringar sem voru prófaðar flokkuðust sem ekki ertandi. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu fram á að með því að notast við rétt hlutföll lípíðanna og hjálparefna er hægt að fá fram stöðuga formúleringu með virkni gegn S. aureus án þess að hún valdi ertingu í augum.
Background: Eye infections are a considerable threat to the health of newborns, as bacteria in the mother’s birth canal can infect the newborn and cause, among other things, Ophthalmia neonatorum (ON). ON infection usually occurs in the first month after birth, but the main bacteria that cause ON are Chlamydia trachomatis and Neisseria gonorrhoeae, but other bacteria, which can be part of the normal bacterial flora in the birth canal, can also cause ON.
Methods: Initially, the stability of the formulations was evaluated by visual stability assessment, combined with Ultra High-Performance Liquid Chromatography (UHPLC), to verify the long-term stability of the formulations. Subsequently, the antibacterial properties of formulations containing monocaprin and monolaurin were evaluated against Staphylococcus aureus, which is one of the causative agents of ON, and Lactobacillus jensenii, which is one of the body’s natural bacterial floras. In addition to evaluating the antibacterial activity, the study involved investigating the possible irritant effect of the formulations on the mucous membrane of the eye. To evaluate the irritating effect of the formulations, a three-dimensional reconstructed model composed of stratified human cornea-like epithelium made from human cells was used. MTT assay was used to measure cell viability, which served as an indicator of eye irritation.
Results: Stability evaluation by UHPLC revealed minor degradation of the lipids within two weeks of preparation of the formulations, with accelerated degradation from week two to four. The susceptibility tests demonstrated that all eye-drop formulations tested had activity against S. aureus but little to no activity against L. jensenii. Irritation testing demonstrated that all eye-drop formulations tested were classified as non-irritant. These results of the study showed that by using the correct proportions of the lipids and excipients, it is possible to obtain a stable formulation with activity against S. aureus without causing eye irritation.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MS Verkefni - VKR.pdf | 21.22 MB | Lokaður til...15.05.2034 | Heildartexti | ||
Skemmuyfirlýsing.pdf | 41.89 kB | Lokaður | Yfirlýsing |