is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4657

Titill: 
  • Brostnar forsendur í lántökum vegna gengishruns
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Meginregla samningaréttar er að samningar eru skuldbindandi og að samninga beri að halda (pacta sunt servanda). Hinsvegar eru frá þeirri meginreglu nokkrar undantekningar og er tilgangur ritgerðarinnar að fjalla um eina af þessum undantekningum, brostnar forsendur. Í þessum skrifum verður fyrst fjallað um ofangreinda meginreglu samningaréttar, því næst fjallað nokkuð almennt um brostnar forsendur og vitnað til dómaframkvæmdar til að varpa betur ljósi á þessa undantekningarreglu samningarréttar. Í kjölfarið á þeirri umfjöllun verður skoðaður möguleikinn á að bera þessa undantekningarreglu fyrir sig varðandi samninga um lánatökur í erlendri mynt sem voru gerðir fyrir gengishrunið sem var árin 2008-2009. Sökum þess að tiltölulega stutt er síðan gengishrunið var og að þessi mál eru ennþá í óvissu er ekki hægt að benda á marga dóma varðandi þetta efni eða margar heimildir, en reynt verður að draga ályktanir út frá dómaframkvæmd og skrifum fræðimanna. Með tilliti til þess að íslenskur samningaréttur á uppruna sinn að rekja að miklu leiti til norrænna landa þá verður einnig stuðst við heimildir norrænna fræðimanna.
    Markmið þessarar ritgerðar er helst að lesandinn geti gert sér grein fyrir því hvað brostnar forsendur eru og hvaða áhrif þær hafa í samningarrétti. Einnig að varpa ljósi á skilyrðin fyrir því að hægt sé að nota brostnar forsendur í samningarétti og draga svo í lokin ályktun út frá þeirri umfjöllun, samhliða skoðunum fræðimanna, hvort möguleiki sé fyrir einstaklinga að bera fyrir sig brostnar forsendur varðandi lán sem bundin voru í erlendri mynt fyrir gengishrun. Í lokin verða svo tveir nýlega uppkveðnir héraðsdómar reifaðir og skoðaðir út frá umfjöllunarefni ritgerðarinnar.

Samþykkt: 
  • 15.4.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4657


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-Ritgerð, Ívar Halldórsson.pdf1.34 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna