Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46583
Í ritgerð þessari er ætlun ritgerðarhöfundar að varpa ljósi á byggingu og frásagnarform Ljósgildrunnar eftir Guðna Elísson sem kom út hjá Lesstofunni árið 2021. Bókin er mikill prentgripur og telur 800 blaðsíður og 232 þúsund orð og var hún tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2021 sem og til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2023 fyrir Íslands hönd. Hingað til hefur lítið sem ekkert verið skrifað um verkið í fræðilegu samhengi. Ritgerð þessi er tilraun til að stíga fyrsta skrefið í fræðilegri umfjöllun um bókina og skiptist hún í tvo hluta. Sá fyrri kafar í eðlisfræðilegar ljósgildrur sem mögulega myndhverfingu fyrir skáldsöguna Ljósgildruna. Í upphafi ritgerðar er fjallað um svokallaðar ljósgildrur (e. coherent perfect absorber) en þær eru eðlisfræðilegt fyrirbæri sem fanga í sig allt ljós. Það gera þær með því að þvinga ljósið til að kastast á milli tveggja spegla og tveggja linsa þangað til það er algerlega fangað í svart efni innan gildrunnar. Ljósið kastast því fram og til baka í hringhreyfingu, eða skrúfgangi, þangað til það er tekið upp í svarta efnið. Í ritgerðinni er því haldið fram að skáldsagan Ljósgildran geri slíkt hið sama. Til að tengja þetta við fyrri kenningar um byggingu skáldsögunnar er líkan Seymour Chatmans úr bók hans Story and Discourse: Narrative Structure in Fiction and Film haft til hliðsjónar, sem er síðar tengt við DNA-stiga líkamans (e. DNA double helix). Þar sem finna má sama korksnúning í DNA-stiganum og í ljósgildrunum sem lagt var upp með í byrjun er þetta tvennt tvinnað saman til að skilgreina skáldsöguna Ljósgildruna, þar sem speglarnir eru ritunartími skáldsögunnar, linsurnar eru fingrafar höfundar og svarta efnið er bygging skáldsögunnar sem fangar hringhreyfinguna í textanum. Einnig er leitað í kenningar Roger Penrose og Douglas Hofstadter sem skoðað hafa hringhreyfinguna í mismunandi samhengi. Í síðari hluta ritgerðarinnar er nákvæmni verksins skoðuð út frá tölum í texta og byggingu verksins og hvernig sérstakar tölur mynda viðbótarmerkingarlag í því, t.d. á kápu bókarinnar og með endurtekningum sem mynda hringform í frásögninni. Þá eru tvær höfuðbyggingar sem koma við sögu í verkinu, Valhöll og La Sagrada Família, skoðaðar sérstaklega og athugað hvernig þær tengjast byggingu verksins.
In this essay, the intention is to shed light on the structure and narrative form of the Icelandic novel Ljósgildran (e. The Light Trap) by Guðni Elísson, which was published in 2021. The book is a remarkable achievement, spanning 800 pages and comprising 232 thousand words. Notably, it received nominations for the Icelandic Literature Prize 2021 as well as the Nordic Council's Literature Prize 2023 on behalf of Iceland. Despite its acclaim, academic discourse on the novel remains scarce. This essay is an attempt to take the initial step in providing an academic review of the book. The essay is divided into two parts. The first delves into physical light traps as a possible metaphor for the novelLjósgildran. At the beginning of the essay, light traps (orcoherent perfect absorbers) are discussed, which is a physical phenomenon that captures all light. It does this by forcing the light to bounce between two mirrors and two lenses until it is completely trapped in black material. The light therefore bounces back and forth in a circular motion, or spiral, until it is absorbed by the black matter. To link this to earlier theories of novel structure, Seymour Chatman's model from his bookStory and Discourse: Narrative Structure in Fiction and Film is considered, which is later linked to the DNA helix. Since the same corkscrew twist can be found in the DNA helix and the light traps, as proposed at the beginning, the two are intertwined to create a new way of defining Ljósgildran, where the mirrors signify the novel‘s time of writing, the lenses are the effect of the author and the black matter is the structure of the novel, which encapsulates its circular form. This is then related to the respective theories of Roger Penrose and Douglas Hofstadter, who have examined circular motion in different contexts. In the second part of the essay, the exactitude of the novel is examined based on the use of numbers in the novel and how specific numbers form an additional layer of meaning, e.g. on the cover of the book and with repetitions that form a circular shape in the narrative. At last, the two main architectural buildings of the book, Valhöll, and La Sagrada Família, are examined in respect to how they relate to the construction of the text.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Yfirlýsing fyrir Skemmuna.pdf | 971,67 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
MAIngibjorgIda.pdf | 3,33 MB | Lokaður til...25.04.2034 | Heildartexti |