Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46590
Þessi ritgerð fjallar um orðið ljóð í miðaldatextum, einkum á 13. öld. Í nútímamáli merkir orðið 'lýrískur texti, ýmist háttbundinn eða frjáls'. Talið hefur verið að það hafi hins vegar merkt 'kvæði, vísa, söngur, eða galdraþula' í fornnorrænu. Lítið hefur verið fjallað um ljóð og því er óljóst hvort og hvernig sérkenni orðið hefur miðað við samheiti þess í miðaldatextum. Í ritgerðinni var leitast við að svara spurningunni hvaða sérkenni ljóð hafði í fornnorrænum textum. Fyrst er farið yfir fyrri rannsóknir um orðið og skilgreiningar á orðinu í orðabókum frá ólíkum tímum. Í ljós kemur að útskýringar á ljóði hafa ekki breyst mikið og ljóð hefur stundum verið tengt þýsku orðunum liod og lied/leit. Athugun á notkunardæmum bendir til þess að ljóð og háþýsku orðin séu að vissu leyti sambærileg. Áður en rímur skipuðu stóran sess í bókmenntum og ljóð var notað í kenningum kom orðið einkum fyrir í textum á 13. öld, bæði frumsömdum og þýddum. Með því að bera þýðingar saman við frumtexta er hægt að geta sér til um hugmyndafræði sem býr að baki vali á orðinu ljóð í miðaldatextum. Ljóð er í þýðingum tákn um yfirfærslu þekkingar fornra manna úr öðrum (menningar)heimi til áheyrenda/lesenda. Í Ynglinga sögu Snorra Sturlusonar er merking orðsins, 'galdraþula eða -iðkun' í eddukvæðum, einkum í Hávamálum, sett í nýtt samhengi. Þar skipta hugtökin translatio studii og translatio imperii máli og ljóð er ekki aðeins tákn um yfirfærslu þekkingar og fróðleiks heldur einnig sett til grundvallar þess að byggja upp veraldlegt og andlegt vald á goðsagnakenndum tíma.
This essay examines the utilization of the term ljóð within medieval texts in Old Norse, with a particular focus on the 13th century. Contemporary understanding generally interprets this word to mean 'a poem, structured either formally or freely'. However, the word has been defined as a synonym for kvæði, vísa, söngur, or galdraþula in Old Norse. The sparse discourse on ljóð leads to ambiguity regarding its differentiation from the synonymous words within medieval literature. Thus, this analysis aims to clarify the characteristics of ljóð as depicted in Old Norse texts. An initial review was conducted on how the word and its definitions have been presented in dictionaries. This investigation revealed that the definitions of the word have remained relatively unchanged over time, sometimes associated with the High Germanic word liod and lied/leit. A closer examination of the usage of ljóð unveils some similarities to the Germanic words. Before the dominance of ríma-poetry and its applications in kennings, ljóð was primarily featured in texts from the 13th century. By comparing translations with the source texts, it is possible to infer the ideology behind the choice of the word in the medieval texts. In 13th-century translations, the word symbolizes the transmission of ancient knowledge from a different cultural world. In Snorri Sturluson’s Ynglinga saga, interpretations of the word in eddic poetry, particularly in Hávamál, are given new context. In this context, the concepts of translatio imperii and translatio studii intertwine with the text, positioning ljóð not only as a symbol of knowledge transmission but also as a foundational element in establishing vernacular and religious authority or power during mythical eras.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
ShoheiWatanabe_MA.pdf | 1,14 MB | Lokaður til...15.06.2025 | Heildartexti | ||
ShoheiWatanabe_Skemman_yfirlysing.pdf | 354,14 kB | Lokaður | Yfirlýsing |