Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46615
Ritgerð þessi fjallar um tónlistina í kvikmyndaþríleiknum The Lord of the Rings (2001-2003) og áhrif rómversk-kaþólsku kirkjunnar á miðöldum á hana. Kvikmyndatónskáldið Howard Shore (f. 1946) samdi tónlistina fyrir þríleikinn og hann var mikilvægur þáttur í því að lífga upp á sögu og persónur J.R.R. Tolkiens á hvíta tjaldinu. Með hliðsjón af sögulegum og tónlistarlegum greiningum sýnir þessi ritgerð greinileg áhrif miðaldakirkjunnar á tónlistina í þríleiknum. Lengi vel hafa verið uppi kenningar um kristilegar táknmyndir í The Lord of the Rings þríleiknum hans Tolkiens í ljósi kaþólsku trúarinnar hans en þegar Howard Shore fékk verkefnið fór hann á kaf í lestur miðaldabókmennta og kynnti sér allt „hið gamla“ til að fá innblástur. Hann nýtti sér svokallaðar kirkjutóntegundir til að skapa mismunandi andrúmsloft og tilfinningar til að keyra söguna áfram. Arfleifð rómversk-kaþólsku kirkjunnar er mikil í okkar heimshluta og kirkjan mótaði og varðveitti menningu okkar í margar aldir og þessi djúpstæðu spor kirkjunnar hafa ennþá áhrif á menningu okkar á Vesturlöndum og kvikmyndatónlist er þar engin undantekning.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA-ritgerð (Hannes Valur Bryndísarson, 1606842599).pdf | 630 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing (Hannes Valur Bryndísarson, 1606842599).pdf | 285,09 kB | Lokaður | Yfirlýsing |