is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46622

Titill: 
  • Sequences Listahátíðin: Vistfræðileg fagurfræði og áskoranir samtímans
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er byggð á greiningu á listahátíðinni Sequences - real time art festival út frá kenningum listfræðingsins T. J. Demos um vistfræðilega fagurfræði og vistgagnrýni. Hátíðin var stofnuð í Reykjavík árið 2006 og haldin árlega fram til ársins 2009, þegar hún varð að þeim tvíæringi sem hún er í dag. Árið 2023 var hátíðin haldin í ellefta sinn undir titlinum: Sequences XI - Get ekki séð. Þemað vísar í mikilvægi vistrænnar vitundar og þeirri framtíðaróvissu sem einkennir samtímann gagnvart umhverfisvánni. Einn af styrkleikum Sequences hátíðarinnar er að hún er þematísk og nýr sýningarstjóri er við stjórnvölina hverju sinni. Það gefur sýningarstjóra svigrúm til að takast á við ólík málefni og um leið tækifæri til að endurskoða myndlistina hverju sinni. Þar sem hátíðin byggir á tímatengdum miðlum þá verður hún að sjálfstæðu verki sem býður áhorfandanum að upplifa það sem heildrænt verk.
    Hér verður rætt hvernig listahátíðir vekja tilfinningar og skilja gjarnan eftir sig spor sem lifa sem minning í hugum fólks. Þær geta þannig aukið vitund gesta á umhverfi sínu. Örlitlu fræi er sáð sem getur vakið upp frumkvæði, þrá til samtals og framkvæmda meðal fólks almennt. Sequences hátíðin er listamannarekið rými, eitt stórt þátttökuverkefni, það er listaverk í sjálfu sér í formi sem lifir órætt í huga þess sem meðtekur.

Samþykkt: 
  • 29.4.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/46622


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing_MA_Sequences_Dagbjort.pdf167.59 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Lokaritgerd_2024_Sequences_DDTh.pdf12.91 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna