is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46653

Titill: 
  • Meðferðaróskir í geðheilbrigðisþjónustu: Rýnihóparannsókn á viðhorfum haghafa
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Meðferðaróskir í geðheilbrigðisþjónustu er vænleg íhlutun til að draga úr þvingun í meðferð og skaðlegum afleiðingum hennar, auka meðferðarheldni og koma í veg fyrir ofbeldisatvik. Meðferðaróskum er ætlað að ljá notendum þjónustunnar rödd í ákvarðanatöku um eigin umönnun ef geðræn veikindi gera vart við sig. Þrátt fyrir mögulegan ávinning virðast meðferðaróskir ekki vera í almennri notkun. Þekking og viðhorf haghafa virðast vera helstu hindrandi þættir í því samhengi.
    Markmið: Markmið rannsóknar var að skoða viðhorf haghafa í geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi til meðferðaróska. Tilgangurinn var að fá vísbendingar um þau tækifæri sem innleiðing á meðferðaróskum getur falið í sér ásamt því að koma auga á mögulegar áskoranir sem takast þarf á við áður en kemur til innleiðingar á íhlutuninni á Íslandi.
    Aðferð: Rýnihópar voru notaðir við gagnaöflun. Þátttakendur komu úr hópi notenda og fagaðila og voru valdir með tilgangsúrtaki. Rannsóknarsnið var Multiple-Category Design sem leyfði samanburð á milli notenda og fagaðila. Við greiningu gagna var notast við stöðugan samanburð og túlkandi greiningu. Niðurstöður: Nítján einstaklingar tóku þátt í fjórum rýnihópum, einn með notendum (n=4) og þrír með fagaðilum (n=15). Þátttakendur höfðu litla þekkingu á meðferðaróskum og enga reynslu af notkun þeirra. Viðhorf þeirra gagnvart meðferðaróskum voru almennt jákvæð en grundvallarmunur reyndist vera á sjónarmiðum notenda og fagaðila. Notendur sáu mörg tækifæri í að koma persónubundnum þörfum sínum á framfæri og fá að bera ábyrgð á eigin velferð. Að sama skapi fögnuðu fagaðilar valdeflandi áhrifum meðferðaróska fyrir notendur en þeir tjáðu erfiðleika með að láta af stjórn og viðhalda þannig valdaójafnvæginu í meðferðarsambandinu. Ályktanir: Rannsóknin sýnir fram á þörf fyrir frekara samtal milli haghafa um útfærslu meðferðaróska áður en til innleiðingar kemur á íhlutuninni í íslenskri geðheilbrigðisþjónustu. Höfundar leggja til að útbúin verði þróunaráætlun sem felur meðal annars í sér fræðslu, samtal og samsköpun íhlutunar meðal haghafa.

Styrktaraðili: 
  • Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga veitti rannsókninni styrk úr B-hluta vísindsjóðs
Samþykkt: 
  • 29.4.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/46653


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ína Rós Jóhannesdóttir_meistaraverkefni_maí 2024.pdf1,27 MBLokaður til...01.01.2027HeildartextiPDF
Skemman_yfirlysing_Ína Rós Jóhannesdóttir.pdf80,71 kBLokaðurYfirlýsingPDF