is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46662

Titill: 
  • Samstarf í þágu þolenda, Bjarmahlíð sem tengslanet í opinberri stjórnsýslu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsóknin sem ritgerðin fjallar um lítur að því að skilgreina og skoða samstarf um verkefnið um þolendamiðstöðina Bjarmahlíð sem tengslanet í opinberri stjórnsýslu í samræmi við fræðikenningar Koliba og félaga annars vegar og Goldsmith og Eggers hins vegar. Rannsóknarspurningin er tvíþætt, annars vegar hvað einkennir það tengslanet í opinberri stjórnsýslu sem hefur myndast í kringum verkefnið Bjarmahlíð þolendamiðstöð fyrir þolendur ofbeldis á Akureyri? og hins vegar hvaða ávinning og áskoranir má greina í þessu tengslaneti sé það skoðað í fræðilegu ljósi? Tilviksrannsókn var gerð á þolendamiðstöðinni Bjarmahlíð sem stofnsett var á Akureyri árið 2019.
    Þátttakendur í tengslanetinu sem eru tíu talsins eru greindir í samræmi við hugtaka- og greiningarramma Koliba og félaga þar sem staða aðilanna er greind, samfélagsgeiri þeirra, stjórnsýslustig, ábyrgð og markmið. Þá voru fjórir þátttakendur greindir nánar, staða þeirra metin, bjargir sem þeir leggja til, tengslin á milli aðilanna, helstu stjórnunaraðferðir og samskipti. Greint er frá skipulagi hvers þeirra, hlutverki og framlagi inn í samstarfið. Þá er fræðilegu ljósi einnig varpað á þann ávinning og þær áskoranir sem greina má í tengslanetinu í samræmi við kenningar Goldsmith og Eggers. Þar má greina allar þær tegundir ávinnings sem þeir félagar vísa til og einnig flestar af þeim áskorunum sem þeir telja helstar í tengslanetum.
    Samstarfsaðilarnir eru annars vegar stjórnvöld og hins vegar frjáls félagasamtök sem fara með mismunandi völd og áhrif inni í tengslanetinu. Helstu samskiptaleiðir eru margþætt samskipti þar sem flókið samsafn af háttsemi og athöfnum eru einkennandi. Aðilar hafa ólík áhrif og völd en nýta sér engu að síður kosti samvinnu og samstarfs og deila völdum. Traust og varanleiki tengsla leika stór hlutverk og stjórnvöld stuðla að styrkum grunni þeirra gilda með þátttöku í tengslanetinu. Gildi ábyrgðar er mikið þrátt fyrir að ábyrgðarskyldan geti verið flókin. Hver þátttakandi í samstarfinu ber fyrst og fremst ábyrgð á sínum fulltrúum, ekki öðrum og ekki rekstri verkefnisins í heild.

Samþykkt: 
  • 30.4.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/46662


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Samstarf í þágu þolenda, Bjarmahlíð sem tengslanet í opinberri stjórnsýslu PB .pdf1.27 MBLokaður til...03.05.2034HeildartextiPDF
Yfirlýsing Skemman Lokaverkefni PB.pdf67.58 kBLokaðurYfirlýsingPDF