is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46671

Titill: 
  • Sálræn vanlíðan nemenda í heilbrigðisvísindum: Þversniðsrannsókn
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Inngangur: Tíðni sálrænnar vanlíðunar er há meðal háskólanema sérstaklega meðal kvenna og yngri námsmanna. Rannsóknir sýna einnig mikla þörf nemenda fyrir faglega þjónustu. Nemendur í heilbrigðisvísindum glíma, að einhverju leyti, við ólíkar námslegar áskoranir samanborið við aðra nemendur í háskóla. Sálræn vanlíðan og þörf fyrir faglega þjónustu hefur ekki verið sérstaklega rannsökuð hjá nemendum á heilbriðgisvísindasvið hérlendis svo vitað sé, en einstakar námsgreinar á heilbrigðisvísindasviði hafa verið skoðaðar. Rannsókn þessi er unnin svo þróa megi forvarnarþjónustu sem eflir sálræna líðan og úrræði þessa nemendahóps. Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að skoða eftirfarandi þætti hjá nemendum í heilbrigðisvísindum: 1. Sálræna vanlíðan (streitu, kvíða og þunglyndi) 2. Þörf fyrir faglega þjónustu tengt sálrænni vanlíðan 3. Hindranir fyrir því að nemendur sæki sér faglega þjónustu. Aðferð: Rannsóknarsniðið var lýsandi þversniðsrannsókn. Úrtakið var 360 nemendur Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands valdir af handahófi. Svöruðu nemendur rafrænni könnun í gegnum netið. Innihélt hún Derogatis SCL-90 þunglyndis- og kvíðaundirkvarðana, Perceived Stress Scale streitukvarðann, spurningar um námsstreitu, mat á eigin heilsu, bakgrunnþætti og þörf á faglegri aðstoð vegna andlegrar heilsu ásamt hindrunum fyrir því að leita slíkrar þjónustu. Notuð var lýsandi tölfræði, tilgátupróf og aðhvarfsgreining við greiningu niðurstaðna.
    Niðurstöður: Um 16% þátttakenda mátu andlega heilsu sína frekar eða mjög slæma. Konur og nemendur í grunnnámi mátu andlega heilsu sína lakar en karlar og nemendur í framhaldsnámi. Alvarleg streita reyndist til staðar hjá 12% nemenda og 36% töldu sig í þörf fyrir faglega þjónustu. Marktækur munur var á nemendum sem töldu sig í þörf fyrir faglega aðstoð eftir streitu, kvíða- og þunglyndisstigi (p<0,001). Streitu-, kvíða- og þunglyndisstig voru að meðaltali 18,7 (6,1) stig, 8,6 (6,6) stig og 13,5 (11,4) stig. Með aðhvarfsgreiningu fundust sterk tengsl streitu við eigið mat nemenda á andlegri heilsu sinni. Ályktanir: Hluti nemenda í heilbrigðisvísindum upplifir sálræna vanlíðan og ríflega þriðjungur í þörf fyrir faglega þjónustu tengt andlegri heilsu. Kostnaður og tímaskortur hindrar nemendur í að sækja sér slíka þjónustu. Nemendur í heilbrigðisvísindum stunda krefjandi bóklegt nám samhliða starfsnámi og þörf þeirra fyrir faglega þjónustu sem eflir sálræna líðan er knýjandi.
    Lykilorð: háskólanám, kvíði, nemendur í heilbrigðisvísindum, sálræn líðan, streita, þunglyndi, þörf fyrir þjónustu, þversniðsrannsókn

  • Introduction: The prevalence of psychological distress is high among university students, and research indicates a significant need for professional services to improve well-being. Students in health sciences face various academic challenges compared to other university students. Psychological distress and the need for professional services have not been specifically studied among students in the field of health sciences in Iceland. Purpose: The aim of the study was to examine the following factors among students in health sciences: 1. Psychological distress (stress, anxiety, and depression) 2. Need for professional services related to psychological distress 3. Barriers to seeking professional services. Method: The research design was a descriptive cross-sectional study. The sample consisted of 360 randomly selected students from the Health Sciences faculty of the University of Iceland. Participants completed an online survey, including the Derogatis SCL-90 depression and anxiety subscales, the Perceived Stress Scale, questions about academic stress, self-rated health, background variables, and the need for professional assistance due to psychological distress, along with barriers to seeking such services. Descriptive statistics, hypothesis testing, and regression analysis were used for data analysis.
    Results: Approximately 16% of participants rated their mental health as somewhat or very poor. Women and undergraduate students rated their mental health lower than men and graduate students. Severe stress was present in 12% of students, and 36% felt a need for professional services. There was a significant difference in students who felt the need for professional assistance based on levels of stress, anxiety, and depression (p<0.001). Average stress, anxiety, and depression scores were 18.7 (6.1), 8.6 (6.6), and 13.5 (11.4), respectively. Regression analysis revealed a strong association between stress and students' self-rated mental health.
    Conclusions: A significant portion of students in health sciences experience psychological distress, and approximately one-third require professional services related to mental well-being. Cost and time constraints hinder students from seeking such services. Students in health sciences balance demanding academic study with clinical training, and the need for professional services to enhance mental well-being is urgent.
    Keywords: anxiety, cross sectional study, depression, need for services, psychological distress, stress, students in health sciences, university education.

Samþykkt: 
  • 30.4.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/46671


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistaraverkefni _2024_sálræn_vanlíðan_ÞRE.pdf1,22 MBLokaður til...29.04.2026HeildartextiPDF
Yfirlýsing_meðferd_lokaverkefna.JPG2,7 MBLokaðurYfirlýsingJPG